Menning

Lífrænn og góður safi

Ávaxta- og grænmetissafi úr lífrænt ræktuðum gulrótum og nýuppteknum lífrænt ræktuðum eplum er nýkominn á markað. Innflytjandi þessara safa er Yggdrasill ehf. en athygli vekur að innihaldslýsing og næringarefnataflan á flöskunum er öll á íslensku

Menning

Runnar svigna undan rauðum berjum

Eitt af því sem fylgir hinum rómantíska ágústmánuði er uppskera á ýmsum gjöfum móður jarðar. Nú svigna greinar runna í görðum undan rauðum og bleikum berjum og lautir og hlíðar skarta lyngi með bláum og svörtum.

Menning

Hollt og gómsætt nesti alla vikuna

Í hugum margra er skóladagurinn langur. Frímínútur og nestishlé eru yfirleitt það sem brýtur upp daginn. Þá hittir maður líka vini og kunningja og getur spjallað um allt milli himins og jarðar. Mikilvægt er að borða vel í skólanum svo einbeitingin sé í lagi og þreytan hrjái engan.

Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

Síminn hefur ákveðið að fella niður stofngjöld á heimilissíma og ISDN tengingum frá 16. ágúst - 6. september. Þarna er komið til móts við ungt fólk sem er stofna heimilissíma í fyrsta skipti.

Menning

Vandamál að týna vegabréfi

Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur.

Menning

25.000 manna samsöngur í Tallin

Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní

Menning

Ódýrustu vörurnar af hverri tegund

Verðkönnunin fór þannig fram að 10 starfsmenn fóru samtímis í 10 verslanir með innkaupalista. Hver og einn bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð hans eða annars starfsmanns til að finna ódýrustu vörurnar á listanum.

Menning

Sædís Ósk Helgadóttir 11 ára

Sædís Ósk Helgadóttir er nýkomin úr sumarbústað í grennd við Hveragerði með vinkonum sínum og dregur aðeins við sig jáið þegar hún er spurð hvort hún hlakki til þegar skólinn byrjar. Hún er ekkert sérstaklega spennt enda gaman að vera í fríi þegar veðrið er svona gott.

Menning

Eftirlætiskennarinn

Elsku drengurinn, slappaðu af og syngdu eins og maður."Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis.

Menning

Námskeið fyrir konur á Spáni

Sumarferðir efna til vikunámskeiðs fyrir konur á öllum aldri í haust. Á námskeiðinu er meðal annars farið í líkamsrækt, kjarkæfingar, jóga og hugleiðslu. Haldnir verða fyrirlestrar um heilsu, næringu, stress og aukakíló, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið verður haldið á glæsilegu hóteli í Albir á Spáni.

Menning

Liza Marklund til Íslands

Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði.

Menning

Viltu tapa milljón?

Það getur kostað um milljón króna að ganga í það heilaga. En kostnaðurinn af því að vera í hjónabandi er hvergi nærri allur talinn þar sem nú hefur komið í ljós að það getur kostað allt að milljón árlega að gangast opinberlega við ástarsambandi sínu.

Menning

Margar góðar sparnaðarleiðir til

Mörgum vex það töluvert í augum að hefja reglulegan sparnað en fyrsta skrefið er einmitt að taka ákvörðun. Í bönkum er einfalt að leita til þjónustufulltrúa og ráðgjafa sem ráðleggja fólki um leiðir til að finna það sparnaðarform sem hentar hverjum og einum og hversu mikið fólk vill leggja til hliðar og hversu oft á ári.

Menning

Heitustu haustferðirnar

"Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí.

Menning

Sjávarréttir við smábátahöfnina

Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn

Menning

Maraþon og músík

Allir geta verið með í Reykjavíkurmaraþoninu, þeir sem ekki vilja hlaupa ættu að drífa sig út og hvetja hlauparana áfram," segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem sér um framkvæmd hlaupsins

Menning

Mikill verðmunur á skólavörum

Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavörum þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag.

Menning

C vítamín liðkar liðina

Margir þjást af liðagigt eða stirðleika og óþægindum í liðamótum. Nú hefur komið í ljós að C vítamín sem kemur beint úr fæðunni getur reynst fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum og óþægindum í liðum.

Menning

Hvellir og skellir eru verstir

Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan

Menning

Of þungur í tólf ár

"Ég er búinn að vera með einkaþjálfara í átta mánuði en er nú í mánaðarfríi. Ég er búinn að missa sautján kíló og byggja upp heilmikinn vöðvamassa," segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, aðspurður um það hvernig hann haldi sér í formi.

Menning