Menning

Starfsleiði

Margir skrifstofustarfsmenn í Bretlandi eru stressaðir og þreklausir og vilja skipta út vinnu sinni við skrifborðið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem framkvæmd var af atvinnumiðlunarfyrirtækinu City and Guilds. Þriðjungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni var að leita að nýrri vinnu og einn af hverjum fimm vill vinna utandyra. Þeir sem helst vilja skipta um vinnu eru nú í fjölmiðlageiranum, verkfræði eða lyfjaiðnaði. 1.054 starfsmenn tóku þátt í könnuninni. Gáfu niðurstöður til kynna að margir vildu vinna sjálfstætt og hafði stór hluti áhuga á vinnu í garðyrkju eða búskap. 58 prósent fólks á aldrinum 40 til 49 ára vildu skipta um vinnu. Einnig kom fram að því lengur sem manneskja starfaði á sama stað, því líklegri væri hún til að vilja skipta. Flestir þeirra sem höfðu unnið sama starf í meira en tíu ár vildu ólmir skipta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.