Lífið

Joey Christ og Alma selja í­búðina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Parið hefur innréttað heimilið af á afar smekklegan máta.
Parið hefur innréttað heimilið af á afar smekklegan máta.

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Parið festi kaup á eigninni í desember árið 2023 og greiddu þá 88,5 milljónir. 

Heimilið er innréttað á smekklegan og hlýlegan máta. Um er að ræða 133 fermetra íbúð með sérinngangi í húsi sem var byggt árið 1943.

Eignin skiptist í eldhús, tvær stofur, þrjú svefnherbregi, baðherbergi, þvottahús,tvær geymslur og bílskúr.

Stofa og borðstofa flæða saman í opið og bjart rými með parket á gólfum. Þaðan er útgengt á góðar suðursvalir. Eldhúsið er opið við stofu, prýtt hvítri U-laga innréttingu með góðu skápaplássi og flísum á veggjum og gólfi. Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.