Menning

Safnarar selja eigur sínar

Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III

Menning

Dansarar funda í Höfn

Um tuttugu íslenskir danshöfundar eru samankomnir í Kaupmannahöfn nú um helgina til að minnast Reykjavík Dance Festival. Hátíðin, sem halda átti í sjötta sinn þessa helgi, er í uppnámi eftir að menntamálaráðuneytið hætti stuðningi við hana í vor.

Menning

Örlög guðanna í myndum

Sýning á myndskreytingum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur fyrir barnabókina Örlög guðanna, sem kom út fyrir hálfum mánuði á vegum Máls og menningar, verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag kl. 14. Bók þessi, sem er samstarfsverkefni mynd­skreytisins Kristínar og Ingunnar Ásdísardóttur sem skrifar textann, setur fram allar helstu sögur af norrænum goðum og gyðjum á þann hátt að bæði börn og fullorðnir geta haft gagn og gaman af.

Menning

Ímynd Reykjavíkur í kreppu

Sviðslistahópurinn 16 elskendur býður áhorfendum á ferðaskrifstofuna Íkea-ferðir í dag. „Við lögðum upp með að fjalla um ímynd Reykjavíkur og út frá því fórum við að skoða ímynd og yfirborð annarra staða," segir Eva Rún Snorradóttir, ein elskendanna.

Menning

List gerir heimilið

Fimmta einkasýning Rakelar S. Steinþórsdóttur, Ævintýri á Ljósanótt, var opnuð á Flughóteli í Keflavík í gær. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og ég er ægilega ánægð með þetta. Ég er að sýna myndir sem ég er búin að vera að mála þetta árið.

Menning

Prufur í dansflokk

Stúdentadansflokkurinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár og munu inntökupróf í flokkinn fara fram á morgun kl. 16 í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14.

Menning

Síbreytileg og brotakennd

Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi.

Menning

Spennandi haust fram undan

Síðasta áætlaða starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hefst með glæsibrag í kvöld þegar einn fremsti fiðluleikari heims kemur fram með hljómsveitinni og leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís.

Menning

Umhverfissóðarsuður með sjó

Sýningin „Gæti tafið framkvæmdir á Suðurnesjum: umhverfissóðar láta enn til sín taka“ er samstarfsverkefni þar sem fimmtán myndlistarmenn og myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands sýna afrakstur rannsókna sinna á Suðurnesjum síðustu þrjú árin.

Menning

Sýning, leikrit og kvikmynd Ásdísar

Myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnars­dóttir opnar sýninguna „Appelsínurauði eldurinn sem þú sýndir mér í Hljómskálagarðinum“ í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42, á laugardagskvöld kl. 20. Sama kvöld, á sama stað, frumsýnir Ásdís Sif sjónræna leikritið „Fallegi, viðkvæmi konungdómur þinn“ í leikstjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur.

Menning

Langholtskirkja aftur af stað

Vetrardagskrá Kórs Langholtskirkju fer senn að hefjast og er ýmislegt áhugavert á döfinni. Mun kórinn koma fram í nýrri mynd þar sem síðastliðið vor voru gerðar skipulagsbreytingar á starfi Kórs Langholtskirkju sem fólu í sér kröfur um aukna kunnáttu kórfélaga.

Menning

Leiðsögn listamanns

Yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Ólafsdóttur var opnuð í lok ágústmánaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Það er fréttnæmt í sjálfu sér, en ekki er síður fréttnæmt að listáhugafólki býðst að ganga með Sigrúnu sjálfri um sýninguna í kvöld kl. 20 og hlýða á leiðsögn hennar.

Menning

Bók um inúíta og jarðhlýnun

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heldur til Alaska og Síberíu á næstunni til að mynda fyrir væntanlega bók sína. Fjallar hún um áhrif hlýnunar jarðar á lifnaðarhætti inúíta og gengur undir vinnuheitinu Last Days of the Arctic, eða Síðustu dagar norðurheimskautsins.

Menning

Fígúrur í landslagi

Ljósmyndasýningin „Fés og fígúrur – kynjamyndir í íslenskri náttúru“ verður opnuð í ljósmyndasalnum Fótógrafí, Skólavörðustíg 4, á laugardag kl. 17.

Menning

Skemmtileg myndlist

Sýning á verkum Ilmar Stefánsdóttur myndlistarmanns verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudag.

Menning

Einar Áskell stígur fram

Það eru rétt tuttugu ár síðan Einar Áskell birtist fyrst á íslensku leiksviði og naut þegar mikillar hylli yngstu kynslóðarinnar sem hafði alist upp með þessum sænska velferðardreng.

Menning

Sjónlistaverðlaunin

Sjónlistaverðlaunin verða afhent 19. september í Flugsafni Íslands við Akureyrarflugvöll. Sent verður beint út frá athöfninni í Ríkissjónvarpinu. Á morgun opnar Listasafn Akureyrar sýningu á verkum þeirra sem tilnefndir eru til verðlaunanna.

Menning

Akureyrarvaka í kvöld

Listasumri á Akureyri lýkur nú um helgina með margbreytilegum hátíðahöldum í bænum. Hefjast þau í kvöld í Lystigarðinum í kvöldhúminu með hljóðfæraslætti Retro Stefson, D.Rangers, sem njóta mikilla vinsælda í Kanada; gjörningum, upplestri fyrir unga sem aldna, rúnaráðningum og er boðið upp á kakó til hressingar.

Menning

Aldrei fullnuma í leiklist

Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina.

Menning

Reykjavík Jazz 2008 hefst í kvöld

Næstu dægrin bylur djassinn. Djasshátíð byrjar með fimm samkomum og tónleikum í kvöld og stendur óslitið fram á sunnudag. Mikill fjöldi tónleika er á dagskránni og vantar ekki fjölbreytnina. Boðið er upp á margvísleg kjör á miðum næstu daga og geta áhugasamir kynnt sér dagskrána í heild á vef hátíðarinnar: www.jazz.is/festival. Svo margir viðburðir eru í boði að best er að skoða dagskrána í heild á vefnum.

Menning

Rekur gallerí fyrir 220 íbúa

Gallerí Dynjandi á Bíldudal opnaði aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stundar útgerð.

Menning

Færir Áströlum íslenska einangrun

„Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari.

Menning

Bloggvinkonur með sýningu

Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst.

Menning

Pétur Jóhann á leikhúsfjalirnar

„Ég tel mig vita svör við spurningum sem menn hafa spurt sig um aldir: Hver erum við, hvað erum við að gera hér og hvert liggur leið," segir Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur með meiru.

Menning

Biskup semur ljóð

„Þó ég geti lítið sem ekkert gert - þá get ég hugsað,“ segir Pétur Sigurgeirsson biskup. Pétur, sem fæddur er árið 1919, var svo vinsamlegur að lána Fréttablaðinu nýlegt ljóð eftir sig til birtingar.

Menning

Ljóðahátíð í ríki sjoppunnar

Sex erlend skáld og tólf íslensk lesa í ljóðapartíum á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og taka þátt í umræðum með Birnu Bjarnadóttur og Ármanni Jakobssyni í Norræna húsinu á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem hefst á föstudag. Glæsilegt þýðingarit verður gefið út samhliða hátíðinni, sem stendur fram á sunnudag.

Menning

Þrjár sýningar, fjórir listamenn

Hvorki meira né minna en þrjár nýjar sýningar verða opnaðar í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b, í dag kl. 17. Um er að ræða sýningar listamannanna Creighton Michael, Magdalenu Margrétar og samsýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur.

Menning

Útihátíð í Kópavogi

Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð".

Menning

Safn um Gísla á Uppsölum

Ómar Ragnarsson, Árni Johnsen og fleiri vinna að því að halda minningu Gísla á Uppsölum á lofti. Safn um einbúann verður opnað næsta sumar. Einbúinn Gísli á Uppsölum varð landsfrægur eftir að hann birtist í Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar snemma á 9. áratugnum.

Menning

Jurtateikningar Eggerts á bók

Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem er í eigu þeirra Snæbjörns Argrímssonar bókaútgefanda og Kristjáns B. Jónassonar, gefur út innan skamms eina dýrustu bók Íslandssögunnar - ef kálfskinnshandrit fyrri tíma eru ekki talin með: sú dýra bók er 550 síður í A3 stærð í öskju og hefur að geyma upprunalegar teikningar Eggerts Péturssonar sem birtust í Íslenskri flóru sem kom út árið 1983.

Menning