Fólkið í blokkinni 9. október 2008 04:00 Leiklist. Fólkið í blokkinni. Grímur Bjarnason Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira