Menning

Gallery verður Projects

Myndbandalist Hluti úr verki eftir Tamy Ben-Tor.
Myndbandalist Hluti úr verki eftir Tamy Ben-Tor.

Tekið hefur til starfa sýningarrýmið 101 Projects. Eins og nafnið gefur til kynna er 101 Project á vegum 101 Gallery og byggir á grunni þess, enda rekið í sama húsnæði. Í sýningarrýminu 101 Projects verður áfram boðið upp á samtímamyndlist, með aukinni áherslu á sýningar framsækinna, alþjóðlegra myndlistarmanna. Listrænn stjórnandi 101 Projects er Birta Guðjónsdóttir.

Heiðurinn af fyrstu sýningunni í hinu endurskírða sýningarrými fær ísraelska myndlistakonan Tamy Ben-Tor. Hún hefur að mestu starfað á sviði myndbandsverka, en er jafnframt þekkt fyrir gjörninga sína, sem hún hefur flutt við mikil fagnaðarlæti í leikhúsum, á gjörningahátíðum og nætur­klúbbum. Hún kemur sjálf fram í verkum sínum, bregður sér í ýmis gervi og leikur karaktera, sem hún byggir á þekktum erkitýpum. Verk hennar eru full af gálgahúmor og beittri gagnrýni Ben-Tor á hennar eigin persónulegu aðstæður.

Á sýningunni í 101 Projects, sem opnuð verður í kvöld kl. 18, verða sýnd ný myndbandsverk. Þess ber að geta að sýningin er hluti af listahátíðinni Sequences sem staðið hefur yfir síðustu daga við mikinn fögnuð íslenskra listunnenda. Sýningin stendur svo til 16. nóvember. -vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.