Lífið

Sia er óstöðvandi

Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna.

Tónlist

H.E.R. mun leika Fríðu

Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“

Bíó og sjónvarp

Ó­trú­leg svaðil­för Chris Bur­kard með­fram allri Suður­ströndinni

Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi.

Lífið

„Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“

Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með.

Tónlist

Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir

Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar.

Tónlist

„Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því.

Tónlist

Miss Universe Iceland: Vill auka sjálfstraustið með því að keppa

Þorbjörg Kristinsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Grafarholt. Með þátttöku sinni vill hún verða sterkari einstaklingur og hefur nú þegar kynnst mörgum frábærum stelpum að eigin sögn. Þorbjörg hefur verið að þjálfa fótbolta síðastliðið ár og stefnir á kennaranám í Háskóla Íslands í haust.

Lífið

Britney ber á Instagram

Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum.

Lífið

Líður eins og stjörnu í Sarajevó

Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Lífið

Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn.

Tónlist

Rýnt í stiklu House of the Dragon

HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros.

Bíó og sjónvarp

Eitruð vinnu­staða­menning krufin undir berum himni

Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega.

Menning

Miss Universe Iceland: Stefnir á pólitík í framtíðinni

Karen Ósk Kjartansdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Midnight Sun. Karen er alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og lítur upp til foreldra sinna fyrir að gefast ekki upp á markmiðum sínum og draumum. Hún stefnir á pólítík í framtíðinni og segir innri manneskju fólks alltaf skipta mestu máli.

Lífið

Albumm heldur tónleika á Sirkus - Geimleikar!

Albumm heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma og það á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Albumm.is og Extreme Chill Festival en um ræðir sérstakt "showcase" fyrir hátíðina sem fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október næstkomandi.

Albumm

Helvítis kokkurinn: Nauta ribeye með röst kartöflum

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Lífið