„Uppskera og lokahóf menningarársins“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 14:01 Hópurinn á bak við jólasýningu Gallery Ports. Frá vinstri: Natka Klimowicz, Dóra Hrund Gísladóttir, Joe Keys, Skarphéðinn Bergþóruson, Árni Már og Julie Sjöfn Gasiglia. Aðsend Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. Sýningarnar fara fram í húsnæði Gallery Ports á Laugavegi 32 en þeir sem festa kaup á verkum taka þau samdægurs með sér heim. „Þannig geta verkin ratað tímanlega í jólapakka og ný verk tekið þeirra stað á veggjum gallerísins. Munu sýningarnar því þróast dag frá degi eftir því sem líður á aðventuna,“ segir Árni Már eigandi Gallery Ports. View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Að þessu sinni bætist við önnur smærri samsýning, Laufabrauð, í innra rými Portsins. Þar sýningarstýrir myndlistarmaðurinn Joe Keys grasrótinni í íslenskri myndlist og teflir fram íslenskum og erlendum listamönnum sem margir eru að stíga sín fyrstu spor í sýningarhaldi. „Samsuða þessara fjölbreyttu listaverka eftir hátt í 80 ólíka listamenn er orðin að árlegri hefð, hún eflir og bætir hátíðarskapið og er uppskera og lokahóf menningarársins alls,“ segir í fréttatilkynningu frá Portinu. View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Aðspurður um hvort vinsældir myndlistar hérlendis fari vaxandi segir Árni Már: „Myndlist er alltaf að verða vinsælli hjá ungu fólki. Það er farið að skipta ungt fólk meira máli að eignast alvöru verk, hvort sem það er jólagjöf eða fyrir heimilið. Fólk er mikið að versla fyrir sjálft sig í desember, margir sleppa því að gefa makanum sínum gjöf og þau koma og velja sér verk í staðinn.“ Opnunin stendur milli klukkan 14:00 og 20:00 nú á laugardag 3. desember en sýningin sjálf til og með 7. janúar. Almennur opnunartími fyrst um sinn verður á milli klukkan 12:00 og 17:00 en lengri opnunartími verður kynntur þegar nær dregur að jólum. Jól Myndlist Menning Tengdar fréttir Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“ Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má. 22. október 2022 10:01 KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýningarnar fara fram í húsnæði Gallery Ports á Laugavegi 32 en þeir sem festa kaup á verkum taka þau samdægurs með sér heim. „Þannig geta verkin ratað tímanlega í jólapakka og ný verk tekið þeirra stað á veggjum gallerísins. Munu sýningarnar því þróast dag frá degi eftir því sem líður á aðventuna,“ segir Árni Már eigandi Gallery Ports. View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Að þessu sinni bætist við önnur smærri samsýning, Laufabrauð, í innra rými Portsins. Þar sýningarstýrir myndlistarmaðurinn Joe Keys grasrótinni í íslenskri myndlist og teflir fram íslenskum og erlendum listamönnum sem margir eru að stíga sín fyrstu spor í sýningarhaldi. „Samsuða þessara fjölbreyttu listaverka eftir hátt í 80 ólíka listamenn er orðin að árlegri hefð, hún eflir og bætir hátíðarskapið og er uppskera og lokahóf menningarársins alls,“ segir í fréttatilkynningu frá Portinu. View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Aðspurður um hvort vinsældir myndlistar hérlendis fari vaxandi segir Árni Már: „Myndlist er alltaf að verða vinsælli hjá ungu fólki. Það er farið að skipta ungt fólk meira máli að eignast alvöru verk, hvort sem það er jólagjöf eða fyrir heimilið. Fólk er mikið að versla fyrir sjálft sig í desember, margir sleppa því að gefa makanum sínum gjöf og þau koma og velja sér verk í staðinn.“ Opnunin stendur milli klukkan 14:00 og 20:00 nú á laugardag 3. desember en sýningin sjálf til og með 7. janúar. Almennur opnunartími fyrst um sinn verður á milli klukkan 12:00 og 17:00 en lengri opnunartími verður kynntur þegar nær dregur að jólum.
Jól Myndlist Menning Tengdar fréttir Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“ Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má. 22. október 2022 10:01 KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“ Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má. 22. október 2022 10:01
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01