Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 13:36 Kunnugleg nöfn höfunda eru á listum yfir mest seldu bækurnar. Þó er þar einn nýgræðingur sem hér má sjá milli þeirra metsöluhöfunda Arnaldar Indriðasonar og Ragnars Jónassonar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra blandar sér í slaginn. (Myndin er samsett.) vísir/vilhelm Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. „Við birtum nú skáldverkalistann fyrst enda útgáfan í þeim flokki alveg sér á parti í ár og spennustig útgefenda og höfunda nánast á suðupunkti og samkeppnin mikil. Það kemur þó ekki mikið á óvart, þegar litið er á listann, Arnaldur Indriðason situr þar feitur á fleti í fyrsta sæti með bók sína, Kyrrþey. Honum tekst líka, í þessari fyrstu atrennu á listanum að koma sér á topp listans sem telur mest bækur ársins frá áramótum,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda – Fibut. Glæpasögurnar frekar til fjörsins Ekkert nýtt er að Arnaldur sé á toppi sölulistans. Né heldur að Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir fylgi í humátt þar á eftir. Glæpasögurnar virðast ætla að halda sinni stöðu sem vinsælasta bókmenntagreinin meðal bókaþjóðarinnar. Og Ólafur Jóhann Ólafsson á sinn trygga lesendahóp. Nýtt er hins vegar að Katrín Jakobsdóttir blandi sér í hóp þeirra höfunda sem eru að selja mest af sínum bókum en hún er meðhöfundur Ragnars, eins og fram hefur komið. Bryndís Loftsdóttir, sérfræðingur Vísis í bóksölunni.vísir/vilhelm „Fjórar af tíu mest seldu skáldverkum landsins, 1.-27. nóvember eru glæpasögur eða 40 prósent. Þar sem þær raða sér nær undantekningarlaust í efstu sætin má ætla að um helmingur veltu íslenskra skáldverka komi frá glæpasagnahöfundum,“ segir Bryndís, sérlegur sérfræðingur Vísis í bóksölu og bókmenntasmekk þjóðarinnar. „Það er líka gaman að segja frá því að árið 1992, fyrir 30 árum síðan, voru kynntar 20 nýjar íslenskar skáldsögur í Bókatíðindum. Það var nú öll stærðin á bókaflóðinu þá. Í ár eru frumútgefnar glæpasögur hins vegar um 20 talsins og önnur ný íslensk skáldverk rúmlega 50!“ Birgitta drottning barnabókanna Ef frá er talin Katrín eru ekki mörg ný nöfn í hópi þeirra höfunda sem gera sig gildandi á bóksölulistunum. Óttar Sveinsson er í fyrsta sæti á ævisagna- og fræðibókalistans eins og svo oft áður með 29. Útkallsbók sína. Bryndís segir að á listanum þeim megi finna afskaplega fjölbreytt úrval bóka. „Það kemur kannski mest á óvart hversu lítið áberandi ævisögurnar eru. Guðni Ágústsson er með frásagnir úr Flóanum, Ólafur Ragnar Grímsson opnar bréfasafn fjölskyldunnar og segir frá móður sinni og átakanlegri baráttu hennar við berkla. Fyrrverandi Seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal, á svo í raun einu hefðbundnu ævisöguna á listanum, magnaður doðrantur nánast aldarsaga manns og þjóðar sem fengur er að,“ segir Bryndís og rýnir í listana. Og sé litið til barnabókanna þá leggur Birgitta Haukdal, poppstjarnan sívinsæla, listann nánast undir sig. „Já, það er ekki hægt að segja annað en að Birgitta eigi barnabókalistann. Hún á þar bæði fyrsta og annað sæti og fjórar af tíu mest seldu bókunum. Óvenjulegt er að sjá svona margar þýddar bækur á barnabókalistanum, 9 af 20 mest seldu bókunum eru þýddar eða 45 prósent listans er Íslandsvinurinn David Walliams áberandi með tvo titla á listanum eins og reyndar líka Bjarni Fritzson. Báðir teljast þeir líklegir til frekari ávinninga.“ Bóksölulistinn, mest seldu bækurnar 1. - 27. nóv Skáldverk 1. Kyrrþey — Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga — Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning — Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa — Yrsa Sigurðardóttir 5. Eden — Auður Ava Ólafsdóttir 6. Saknaðarilmur — Elísabet Jökulsdóttir 7. Hungur — Stefán Máni 8. Guli kafbáturinn — Jón Kalman Stefánsson 9. Veðurteppt um jólin — Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 10. Hamingja þessa heims - Riddarasaga — Sigríður Hagalín Björnsdóttir 11. Strákar sem meiða — Eva Björg Ægisdóttir 12. Jól í Litlu bókabúðinni — Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 13. Útsýni — Guðrún Eva Mínervudóttir 14. Tugthúsið — Haukur Már Helgason 15. Opið haf — Einar Kárason 16. Drepsvart hraun — Lilja Sigurðardóttir 17. Tól — Kristín Eiríksdóttir 18. Gratíana — Benný Sif Ísleifsdóttir 19. Tættir þættir — Þórarinn Eldjárn 20. Stundum verða stökur til — Hjálmar Jónsson Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! — Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar — Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Húðbókin — Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 4. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil — Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu — Þorvaldur Friðriksson 6. Prjónað á börnin – af enn meiri ást — Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. 7. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans — Heiðrún Villa 8. Bréfin hennar mömmu — Ólafur Ragnar Grímsson 9. Á sporbaug - Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar — Anna Sigríður Þráinsdóttir, Myndh. Elín Elísabet Einarsdóttir 10. Sjöl og teppi – eins báðum megin — Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 11. Lokakeppni HM í Katar 2022 - HM bókin — Kevin Pettman, þýð. Ásmundur Helgason 12. Bakað meira Með Elenoru Rós — Elenora Rós Georgesdóttir 13. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi — Njáll Gunnlaugsson 14. Lifað með öldinni — Jóhannes Nordal 15. Hetjurnar á HM — Illugi Jökulsson 16. Allt í blóma - Pottablómarækt við íslenskar aðstæður — Hafsteinn Hafliðason 17. Fimmaurabrandarar 4 — Endursögn: Fimmaurabrandara- fjelagið 18. Hvað ef? Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið… — Valur Gunnarsson 19. Pabbabrandarar — Þorkell Guðmundsson 20. Á sögustöðum — Helgi Þorláksson Barna- og unglingabækur 1. Hrekkjavaka með Láru — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 2. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 3. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi — Bjarni Fritzson 4. Lára fer í útilegu — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 5. Amma glæpon enn á ferð — David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 6. Jólaföndur - rauð — Höfundar og þýðanda ekki getið 7. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga — Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 8. Salka - Tímaflakkið — Bjarni Fritzson 9. Lára fer á skíði — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Fagurt galaði fuglinn sá — Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 11. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin — Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 12. Hva — Höf. David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 13. Benni og Bára — Kathleen Mellor og Marjorie Hann, endurs. Vilbergur Júlíusson 14. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! — Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 15. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi — Huginn Þór Grétarsson 16. Litlu börnin læra orðin — Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 17. Risaeðlugengið - Fjársjóðsleitin — Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 18. Skólaslit — Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 19. Bíb-bíb! Depill á ferðinni - Bók með hljóðum — Eric Hill, þýð. Jakob F. Ásgeirsson 20. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn —Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Bóksölulistinn, mest seldu bækurnar í öllum flokkum 1. - 27. nóv 1. Kyrrþey — Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga — Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning — Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa — Yrsa Sigurðardóttir 5. Hrekkjavaka með Láru — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 7. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi — Bjarni Fritzson 8. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! — Óttar Sveinsson 9. Lára fer í útilegu — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Amma glæpon enn á ferð — David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 11. Jólaföndur - rauð — Höfundar og þýðanda ekki getið 12. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga — Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 13. Eden — Auður Ava Ólafsdóttir 14. Salka - Tímaflakkið — Bjarni Fritzson 15. Saknaðarilmur — Elísabet Jökulsdóttir 16. Lára fer á skíði — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 17. Hungur — Stefán Máni 18. Fagurt galaði fuglinn sá — Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 19. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin — Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 20. Hva — Höf. David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Bóksölulistinn, mest seldu bækurnar frá áramótum, 1. janúar til 27. nóvember 1. Kyrrþey — Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga — Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Hrekkjavaka með Láru — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 4. Hanni granni dansari — Gunnar Helgason 5. Natríumklóríð — Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 6. Leyndarmálið — Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal 7. Játning — Ólafur Jóhann Ólafsson 8. Liðin tíð — Lee Child, þýð. Bjarni Gunnarsson 9. Gættu þinna handa — Yrsa Sigurðardóttir 10. Hva — Höf. David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 11. Skólaslit — Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 12. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi — Bjarni Fritzson 13. 500 mílur frá mér til þín — Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 14. Sumar í strandhúsinu — Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 15. Krossgátur Morgunblaðið - nr. 10 — Höfunda ekki getið 16. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 17. Sæskrímsli — Ævar Þór Benediktsson, myndh. Evana Kisa 18. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn — Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 19. Handbók fyrir ofurhetjur Sjöundi hluti: Endurheimt — Elias Vahlund, Myndh. Agnes Vahlund, þýð. Ingunn Snædal 20. Þessu lýkur hér — Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Við birtum nú skáldverkalistann fyrst enda útgáfan í þeim flokki alveg sér á parti í ár og spennustig útgefenda og höfunda nánast á suðupunkti og samkeppnin mikil. Það kemur þó ekki mikið á óvart, þegar litið er á listann, Arnaldur Indriðason situr þar feitur á fleti í fyrsta sæti með bók sína, Kyrrþey. Honum tekst líka, í þessari fyrstu atrennu á listanum að koma sér á topp listans sem telur mest bækur ársins frá áramótum,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda – Fibut. Glæpasögurnar frekar til fjörsins Ekkert nýtt er að Arnaldur sé á toppi sölulistans. Né heldur að Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir fylgi í humátt þar á eftir. Glæpasögurnar virðast ætla að halda sinni stöðu sem vinsælasta bókmenntagreinin meðal bókaþjóðarinnar. Og Ólafur Jóhann Ólafsson á sinn trygga lesendahóp. Nýtt er hins vegar að Katrín Jakobsdóttir blandi sér í hóp þeirra höfunda sem eru að selja mest af sínum bókum en hún er meðhöfundur Ragnars, eins og fram hefur komið. Bryndís Loftsdóttir, sérfræðingur Vísis í bóksölunni.vísir/vilhelm „Fjórar af tíu mest seldu skáldverkum landsins, 1.-27. nóvember eru glæpasögur eða 40 prósent. Þar sem þær raða sér nær undantekningarlaust í efstu sætin má ætla að um helmingur veltu íslenskra skáldverka komi frá glæpasagnahöfundum,“ segir Bryndís, sérlegur sérfræðingur Vísis í bóksölu og bókmenntasmekk þjóðarinnar. „Það er líka gaman að segja frá því að árið 1992, fyrir 30 árum síðan, voru kynntar 20 nýjar íslenskar skáldsögur í Bókatíðindum. Það var nú öll stærðin á bókaflóðinu þá. Í ár eru frumútgefnar glæpasögur hins vegar um 20 talsins og önnur ný íslensk skáldverk rúmlega 50!“ Birgitta drottning barnabókanna Ef frá er talin Katrín eru ekki mörg ný nöfn í hópi þeirra höfunda sem gera sig gildandi á bóksölulistunum. Óttar Sveinsson er í fyrsta sæti á ævisagna- og fræðibókalistans eins og svo oft áður með 29. Útkallsbók sína. Bryndís segir að á listanum þeim megi finna afskaplega fjölbreytt úrval bóka. „Það kemur kannski mest á óvart hversu lítið áberandi ævisögurnar eru. Guðni Ágústsson er með frásagnir úr Flóanum, Ólafur Ragnar Grímsson opnar bréfasafn fjölskyldunnar og segir frá móður sinni og átakanlegri baráttu hennar við berkla. Fyrrverandi Seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal, á svo í raun einu hefðbundnu ævisöguna á listanum, magnaður doðrantur nánast aldarsaga manns og þjóðar sem fengur er að,“ segir Bryndís og rýnir í listana. Og sé litið til barnabókanna þá leggur Birgitta Haukdal, poppstjarnan sívinsæla, listann nánast undir sig. „Já, það er ekki hægt að segja annað en að Birgitta eigi barnabókalistann. Hún á þar bæði fyrsta og annað sæti og fjórar af tíu mest seldu bókunum. Óvenjulegt er að sjá svona margar þýddar bækur á barnabókalistanum, 9 af 20 mest seldu bókunum eru þýddar eða 45 prósent listans er Íslandsvinurinn David Walliams áberandi með tvo titla á listanum eins og reyndar líka Bjarni Fritzson. Báðir teljast þeir líklegir til frekari ávinninga.“ Bóksölulistinn, mest seldu bækurnar 1. - 27. nóv Skáldverk 1. Kyrrþey — Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga — Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning — Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa — Yrsa Sigurðardóttir 5. Eden — Auður Ava Ólafsdóttir 6. Saknaðarilmur — Elísabet Jökulsdóttir 7. Hungur — Stefán Máni 8. Guli kafbáturinn — Jón Kalman Stefánsson 9. Veðurteppt um jólin — Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 10. Hamingja þessa heims - Riddarasaga — Sigríður Hagalín Björnsdóttir 11. Strákar sem meiða — Eva Björg Ægisdóttir 12. Jól í Litlu bókabúðinni — Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 13. Útsýni — Guðrún Eva Mínervudóttir 14. Tugthúsið — Haukur Már Helgason 15. Opið haf — Einar Kárason 16. Drepsvart hraun — Lilja Sigurðardóttir 17. Tól — Kristín Eiríksdóttir 18. Gratíana — Benný Sif Ísleifsdóttir 19. Tættir þættir — Þórarinn Eldjárn 20. Stundum verða stökur til — Hjálmar Jónsson Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! — Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar — Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Húðbókin — Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 4. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil — Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu — Þorvaldur Friðriksson 6. Prjónað á börnin – af enn meiri ást — Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. 7. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans — Heiðrún Villa 8. Bréfin hennar mömmu — Ólafur Ragnar Grímsson 9. Á sporbaug - Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar — Anna Sigríður Þráinsdóttir, Myndh. Elín Elísabet Einarsdóttir 10. Sjöl og teppi – eins báðum megin — Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 11. Lokakeppni HM í Katar 2022 - HM bókin — Kevin Pettman, þýð. Ásmundur Helgason 12. Bakað meira Með Elenoru Rós — Elenora Rós Georgesdóttir 13. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi — Njáll Gunnlaugsson 14. Lifað með öldinni — Jóhannes Nordal 15. Hetjurnar á HM — Illugi Jökulsson 16. Allt í blóma - Pottablómarækt við íslenskar aðstæður — Hafsteinn Hafliðason 17. Fimmaurabrandarar 4 — Endursögn: Fimmaurabrandara- fjelagið 18. Hvað ef? Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið… — Valur Gunnarsson 19. Pabbabrandarar — Þorkell Guðmundsson 20. Á sögustöðum — Helgi Þorláksson Barna- og unglingabækur 1. Hrekkjavaka með Láru — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 2. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 3. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi — Bjarni Fritzson 4. Lára fer í útilegu — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 5. Amma glæpon enn á ferð — David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 6. Jólaföndur - rauð — Höfundar og þýðanda ekki getið 7. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga — Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 8. Salka - Tímaflakkið — Bjarni Fritzson 9. Lára fer á skíði — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Fagurt galaði fuglinn sá — Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 11. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin — Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 12. Hva — Höf. David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 13. Benni og Bára — Kathleen Mellor og Marjorie Hann, endurs. Vilbergur Júlíusson 14. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! — Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 15. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi — Huginn Þór Grétarsson 16. Litlu börnin læra orðin — Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 17. Risaeðlugengið - Fjársjóðsleitin — Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 18. Skólaslit — Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 19. Bíb-bíb! Depill á ferðinni - Bók með hljóðum — Eric Hill, þýð. Jakob F. Ásgeirsson 20. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn —Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Bóksölulistinn, mest seldu bækurnar í öllum flokkum 1. - 27. nóv 1. Kyrrþey — Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga — Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning — Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa — Yrsa Sigurðardóttir 5. Hrekkjavaka með Láru — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 7. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi — Bjarni Fritzson 8. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! — Óttar Sveinsson 9. Lára fer í útilegu — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 10. Amma glæpon enn á ferð — David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 11. Jólaföndur - rauð — Höfundar og þýðanda ekki getið 12. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga — Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 13. Eden — Auður Ava Ólafsdóttir 14. Salka - Tímaflakkið — Bjarni Fritzson 15. Saknaðarilmur — Elísabet Jökulsdóttir 16. Lára fer á skíði — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 17. Hungur — Stefán Máni 18. Fagurt galaði fuglinn sá — Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 19. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin — Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 20. Hva — Höf. David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Bóksölulistinn, mest seldu bækurnar frá áramótum, 1. janúar til 27. nóvember 1. Kyrrþey — Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga — Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Hrekkjavaka með Láru — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 4. Hanni granni dansari — Gunnar Helgason 5. Natríumklóríð — Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 6. Leyndarmálið — Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal 7. Játning — Ólafur Jóhann Ólafsson 8. Liðin tíð — Lee Child, þýð. Bjarni Gunnarsson 9. Gættu þinna handa — Yrsa Sigurðardóttir 10. Hva — Höf. David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 11. Skólaslit — Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 12. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi — Bjarni Fritzson 13. 500 mílur frá mér til þín — Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 14. Sumar í strandhúsinu — Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 15. Krossgátur Morgunblaðið - nr. 10 — Höfunda ekki getið 16. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa — Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 17. Sæskrímsli — Ævar Þór Benediktsson, myndh. Evana Kisa 18. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn — Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 19. Handbók fyrir ofurhetjur Sjöundi hluti: Endurheimt — Elias Vahlund, Myndh. Agnes Vahlund, þýð. Ingunn Snædal 20. Þessu lýkur hér — Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira