Lífið

Tólf manna óhefðbundin fjölskylda við Esjuna

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Lífið

Rokk­hljóm­sveitin SOMA með lang­þráða endur­komu

Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni.

Lífið

Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil

Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur.

Lífið

Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford

Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford.

Lífið

Ósýnilegum konum fagnað á Hverfisgötu

Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu.

Lífið

Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par

Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 

Lífið

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“

Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

Lífið

Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue

Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. 

Lífið

Langar að leika meira erlendis

Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 

Lífið