Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. mars 2022 22:15 Systurnar Sigga, Elín og Beta sigruðu Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór í kvöld, þann 12. mars. Vísir/Hulda Margrét Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25
Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12