Lífið

Lífið þarf að vera spennandi áskorun

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Egill Þorri Steingrímsson og Ingunn Ásgeirsdóttir
Egill Þorri Steingrímsson og Ingunn Ásgeirsdóttir Hvar er best að búa

„Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju.

Egill og eiginkona hans Ingunn Ásgeirsdóttir voru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í þáttaröðinni Hvar er best að búa? á Stöð 2.

„Hversdagurinn getur verið leiðinlegasta fyrirbæri í heimi þannig að það er skemmtilegt að geta brotið það mynstur upp með reglulegu millibili. Kannski erum við ennþá saman af því að við höfum gert það reglulega,“ segir Egill og horfir stríðnislega á Ingunni konu sína.

Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Hversdagurinn getur verið leiðinlegasta fyrirbæri í heimi - Hvar er best að búa?

Lóa Pind heimsótti Egil og Ingunni til Nuuk á Grænlandi til að fá innsýn í hvernig sé að búa hjá okkar næstu nágrönnum í þáttaröðinni Hvar er best að búa? Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×