Lífið

Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri.

Lífið

Halla á Hellis­heiði með viðskiptakonum

Metþátttaka var á opnunarviðburði FKA sem fór fram hjá Carbfix á Hellisheiði á dögunum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands var heiðursgestur viðburðarins. Líkt og alþjóð veit hefur forsetinn verið öflug í atvinnulífinu og þekkir hún vel til starfa FKA. Hún stofnaði meðal annars LeiðtogaAuði, deild innan FKA á sínum tíma.

Lífið

„Mig langaði að eiga vini og verða vin­sæll“

„Ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur sem er viðmælandi í Einkalífinu. Þar ræðir hann meðal annars æskuna og hvernig hann reyndi að breyta sér í von um að eignast vini, sem leiddi af sér marga óvini.

Lífið

Býður Taylor barn

Auðkýfingurinn Elon Musk er ólíkindatól. Í dag skrifaði hann einkennilega færslu á samfélagsmiðli sínum X þar sem hann býðst til þess að gefa söngkonunni Taylor Swift barn eftir að hún gaf út stuðningsyfirlýsingu við Kamölu Harris forsetaefni Demókrata.

Lífið

„Háð því að gera hluti sem eru ó­þægi­legir“

„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Námið var á ensku og var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda, allt sem er auðvelt, maður græðir ekkert rosalega á því,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar. 

Lífið

Gullið til­boð í Amsterdam

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og knattspyrnuþjálfari, og Velina Apostolova, stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, trúlofuðu sig í Amsterdam í Hollandi. Parið deilir gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið

⁠Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann

Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu.

Lífið

Embla Wigum ást­fangin í London

Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra.  

Lífið

Gat varla gengið en hljóp hálf­mara­þon

Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt.

Lífið

Sendi ítar­legan spurningarlista fyrir fyrsta stefnu­mótið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech byrjuðu saman fyrir tæplega sex árum. Saman eiga þau eina stúlku, Elísu Eyþóru sem er eins árs, og er ólétt af þeirra öðru barni sem er væntanlegt í heiminn á næstu vikum. Katrín Edda segir ást ekki snúast um flugelda og sprengingar.

Lífið

„Píratar hafa lengi verið mikið á­huga­mál hjá mér“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mun sitja í þingsal umkringdur Pírötum þennan þingvetur. Píratar hafa lengi verið sérstakt áhugamál Sigmundar sem kveðst spenntur að halda áfram að rannsaka þá og vonandi „koma þeim inn á rétta braut“. 

Lífið

Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endur­bætur

Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda.

Lífið

Egill og Íris Freyja nefna dótturina

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, opinberuðu nafn dóttur þeirra í færslu á Instagram í gær. Stúlkan fékk nafnið Maya sól. 

Lífið

Endurvekur mis­heppnuðustu úti­há­tíð heims

Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum.

Lífið

Skvísupartý í skart­gripa­verslun

„Mig langaði að fagna þessum áfanga með konum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir gullsmiðurinn Edda Bergsteinsdóttir sem fagnaði nýrri skartgripalínu sinni með pomp og prakt í versluninni Prakt á Laugaveginum á dögunum.

Lífið

Frestar öllum tón­leikum vegna hrakandi heilsu

Tónlistarmaðurinn Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, tilkynnti fyrr í kvöld að hann neyðist til að fresta öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Norður-Ameríku vegna hrakandi líkamlegrar heilsu.

Lífið

James Earl Jones er látinn

Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn, 93. ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum.

Lífið

Selur tvær í­búðir á sama tíma

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir er með tvær íbúðir á sölu í miðborg Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Leo Alsved. Aðra þeirra hafa þau nýtt í útleigu og á Airbnb.

Lífið