Lífið

Ragga Sveins snýr aftur til Ís­lands

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ragnhildur hefur stundað pilates í um tólf ár.
Ragnhildur hefur stundað pilates í um tólf ár.

Ragnhildur Sveinsdóttir, betur þekkt sem Ragga Sveins, mun snúa aftur til Íslands og starfa sem pilateskennari hjá Eldrún Pilates í byrjun desember.

Ragnhildur sem nýverið lauk kennaranámi hjá Exhale Pilates London, en hún hefur verið viðloðandi heilsu- og íþróttabransann í mörg ár og kennt pilates bæði í London og Malmö. Sjálf hefur hún stundað pilates í um tólf ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Ég er spennt fyrir að snúa aftur heim, taka þátt í því að breiða út boðskapinn um hversu öflugt æfingakerfi pilates er og hjálpa iðkendum að koma sér í og halda sér í topp pilates formi. Það er góð tilfinning að miðla því til annarra sem maður veit sjálfur að virkar og það er einmitt það sem ég ætla mér að gera,“ er haft eftir Ragnhildi.

Ragnhildur er fyrrverandi eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen. Þau voru saman í 23 ár, en skildu árið 2013. Saman eiga þau fjögur börn.

„Það er ekki lítill fengur í því að fá Röggu til liðs við okkur enda fagmaður fram í fingurgóma og reynslumikil í faginu. Pilates æfingakerfið þrælvirkar til að bæta bæði líkamlega og andlega heilsu – þetta vita Íslendingar og þess vegna hefur það aldrei verið vinsælla að iðka pilates. Ragga kemur því inn á hárréttum tíma því það er óhætt að segja að þörf sé á kröftum hennar,“ er haft Elínu Ósk Jónsdóttur, eins eigenda Eldrúnar Pilates.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.