Lífið

Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Stundum birti ég eitthvað sem er alveg ótrúlegt! Njótið!“ skrifar Ólafur um gervigreindarmyndband á X.
„Stundum birti ég eitthvað sem er alveg ótrúlegt! Njótið!“ skrifar Ólafur um gervigreindarmyndband á X.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, deildi í gærkvöldi myndbandi á samfélagsmiðlinum X.

„Stundum birti ég eitthvað sem er alveg ótrúlegt! Njótið!“ skrifar Ólafur.

Myndbandið sem um ræðir er búið til með hjálp gervigreindar. Í því má sjá konur sem virðast taka þátt í hæfileikasjónvarpsþættinum vinsæla America's Got Talent. 

Þær umbreytast í hin ýmsu dýr, líkt og górillu, sebrahest, og tígrisdýr, á örskotsstundu. Á meðan taka áhorfendur og dómarar þáttarins andköf.

Þetta er annað tíst Ólafs Ragnars sem vekur athygli á skömmum tíma. Í október birti hann myndband af sér og Dorrit Moussaieff við strendur Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Þar sást Ólafur á einhvers konar sæþotu, en Dorrit á sjóbretti.


Tengdar fréttir

Dularfull tíst Dylans vekja furðu

Bandaríski tónlistarmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan er skyndilega orðinn virkur á samfélagsmiðlinum X, nú þegar hann er 83 ára gamall.

Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg

Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.