Lífið

Hömlu­laus og hamingju­samur í kven­manns­klæðum

„Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 

Lífið

Blása á sögusagnir barnfóstrunnar

Fyrrum parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis tók höndum saman og gaf út yfirlýsingu þar sem þau segja fyrrum barnfóstru sína til þriggja ára vera að segja ósatt í viðtali við DailyMail. Olivia og Jason byrjuðu saman árið 2011, eiga saman tvö börn og fóru í sitthvora áttina í nóvember 2020.

Lífið

Æsilegir ástarfundir og spælt egg í plastpoka

„Sextán manneskjur hafa náttúrulega sextán skoðanir, ekki alltaf þær sömu,“ segir Berglind Erna Tryggvadóttir í samtali við Vísi. Berglind er ein þeirra sextán kvenna sem gáfu saman út bókina Takk fyrir komuna.

Lífið

Cor­d­en aftur vel­kominn eftir skít og skammir gær­dagsins

Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 

Lífið

Reynir ekki að gera öllum til geðs

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina.

Lífið

Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál

Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 

Lífið

„Við erum sálufélagar“

Harry Potter leikarinn Tom Felton opnaði sig um mótleikkonu sína Emmu Watson í nýju bókinni sinni Beyond the Wand. Emma skrifaði sjálf kafla í bókinni þar sem hún kallar leikarann sálufélaga sinn.

Lífið

„Þrjú í apríl“

Ari Ólafs­son og kær­astan hans Sól­veig Lilja Rögn­valds­dótt­ir, hjúkrunarfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Söngvarinn vann hug og hjörtu landsmanna þegar hann sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins og keppti í Eurovision með lagið Our Choice.

Lífið

Stjörnulífið: Árshátíðir, ofurhlaup og bleiki dagurinn

Árshátíðir voru áberandi um helgina þar sem einstaklingar voru mættir í sínu fínasta pússi að fagna saman. Bakgarðshlaupið átti hug og hjörtu margra þar sem hlauparar kepptust um að standa einir eftir. Hinn árlegi bleiki dagur fór fram í vikunni og var samstaðan gríðarleg. 

Lífið

Selena og Hail­ey settu sam­fé­lags­miðla á hliðina

Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll.

Lífið

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins

Haldið var áfram að fjalla um byggingu á heljarinnar sumarhúsi í Gulla byggi á Stöð 2 í gærkvöldi. Erlend hjón festu kaup á lítilli jörð á Snæfellsnesi á sínum tíma.

Lífið

Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist.

Lífið

Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar

Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Íslenskt merki sakar Ferm Living um hönnunarstuld

„Við erum ennþá í smá sjokki yfir því að Ferm Living hafi stolið hönnuninni okkar,“ segir íslenska hönnurnarteymið Stúdíó Flétta á Instagram. Þær ásaka danska merkið Ferm Living um að stela hönnuninni sinni. Í færslunni báru þær saman hönnun merkisins við sína eigin. 

Lífið