Sanngjarnt væri að tvöfalda grunnlaun hjúkrunarfræðinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:30 Guðríður Kristín Þórðardóttir gaf innsýn í starf hjúkrunarfræðings í Ísland í dag. Stöð 2 Laun hjúkrunarfræðinga eiga að vera þau sömu og lækna, segir Guðríður Kristín Þórðardóttir, sem er með sex ára háskólanám og hefur unnið á Landspítalanum í yfir 25 ár. Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Sjá meira
Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Sjá meira