Lífið

Þetta eru lögin sem Idol kepp­endur munu flytja í kvöld

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þetta eru þeir fimm keppendur sem eftir standa í Idol.
Þetta eru þeir fimm keppendur sem eftir standa í Idol. stöð 2

Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum.

Síðasta föstudag tók keppnin óvæntan snúning þegar tilkynnt var að það yrði ekki aðeins einn keppandi sendur heim, heldur tveir. Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í símakosningu, en að lokum voru það Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim.

Sjá: Dramatísk úr­slita­stund: „Ég er bara orð­­laus“

Eftir standa þau Guðjón Smári, Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar. Spennustigið eykst með hverri vikunni sem líður. Keppnin er orðin virkilega hörð og ljóst er að hvert atkvæði getur skipt máli.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lög keppendur munu spreyta sig á í kvöld.


Guðjón Smári - 900-9002

„You Know My Name“ úr myndinni Casino Royal.
Guðjón Smári - 900-9002.Stöð 2

Kjalar - 900-9006

„Can't Take My Eyes of You“ úr myndinni 10 Things I Hate About You.
Kjalar - 900-9006.Stöð 2

Saga Matthildur - 900-9001

„Skyfall“ úr myndinni Skyfall.
Saga Matthildur - 900-9001.Stöð 2

Bía - 900-9008

„I Have Nothing“ úr myndinni The Bodyguard.
Bía - 900-9008.Stöð 2

Símon Grétar - 900-9007

„We All Die Young“ úr myndinni Rockstar.
Símon Grétar - 900-9007.

Tengdar fréttir

Dramatísk úr­slita­stund: „Ég er bara orð­­laus“

Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir.

Þessir kepp­endur kvöddu í kvöld

Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×