Lífið

Leik­konan Lisa Loring úr Addams-fjöl­skyldunni látin

Atli Ísleifsson skrifar
Lisa Loring varð 64 ára gömul.
Lisa Loring varð 64 ára gömul. Getty

Bandaríska leikkonan Lisa Loring, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum um Addams-fjölskylduna frá árinu 1964, er látin. Hún varð 64 ára gömul.

Lisa Loring, neðri röð til vinstri, í hlutverki Wednesday Addams. Getty

Erlendir fjölmiðlar hafa eftir Vanessa Foumberg, dóttur Loring, að hún hafi andast á sjúkrahúsi á laugardag eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Loring var einungis fimm ára gömul þegar hún lék Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum sem byggðu á teiknimyndum Charles Addams. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1964 til 1966.

Túlkun Loring á persónunni Wednesday Addams átti eftir að veita mörgum þeim sem síðar áttu eftir að túlka persónuna, innblástur.

Eftir að hafa slegið í gegn í þáttunum um Addams-fjölskylduna lék hún í þáttunum The Pruitts of Southampton og njósnamyndinni The Girl from U.N.C.L.E. Síðar átti hún eftir að leika í sápuóperunni As the World Turns.

Hún var um tíma gift klámmyndaleikaranum Jerry Butler en þau skildu árið 1992.

Loring lætur eftir sig tvær dætur – Marianne og Vanessa – og tvö barnabörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×