Lífið

Tom Wilkinson látinn

Breski leikarinn Tom Wilkinson er látinn. Hann er frægur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Full Monty, Shakespeare in Love og The Best Exotic Marigold Hotel. Hann var 75 ára að aldri.

Lífið

Ágúst Elí fór á skeljarnar

Handboltakappinn Ágúst Elí Björgvinsson fór á skeljarnar á dögunum og bað kærustu sína lyfjafræðinginn Hrafnhildi Hauksdóttur um að giftast sér.

Lífið

Ari þorir ekki að gera grín að Sindra

Grínistinn Ari Eldjárn gerir grín að ýmsu en segist aldrei þora að gera grín að Sindra Sindrasyni. Þetta segir hann í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lífið

Frægir fjölguðu sér árið 2023

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli þjóðþekktra landsmanna sem komu í heiminn á árinu 2023 og Vísir greindi frá.

Lífið

Dóttir Helga í Góu selur höll í Hafnar­firði

Við Erluás 58 í Hafnarfirði er fallegt og tignarlegt einbýlishús á tveimur hæðum til sölu. Húsið var byggt árið 2002 og hefur verið vel við haldið síðastliðin ár. Ásett verð fyrir eignina er 199 milljónir.

Lífið

Inga liggur eins og skata

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er meðal þeirra sem liggja flatir þessi jólin. Ekki þó sökum ofáts heldur náði Covid-19 í skottið á Ingu.

Lífið

JóiPé og Molly Mitchell nýtt par

Tónlistarmaðurinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, hefur fundið ástina í örmum leikkonunnar og dansarans, Molly Carol Birnu Mitchell.

Lífið

Gypsy Rose losnar úr steininum og gefur út bók

Gypsy Rose Blanchard sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða móður sína bíður þess nú að losna úr fangelsi. Hún hefur afplánað rúm sjö ár fyrir aftan lás og slá en verður látin laus í dag.

Lífið

Hulunni svipt af Fröken Reykja­vík

Hulunni hefur verið svipt af því hvaða yngismær bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir höfðu í huga þegar þeir sömdu textann við lagið Fröken Reykjavík um miðja síðustu öld.

Lífið

Rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár

Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir fagnaði jólahátíðinni í faðmi spænska kærastans Jaime og upplifði loks rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist fyrr á árinu og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið

Þór­dís sagði já við jólabónorði

Hermann Sigurðsson ljósmyndari og prentsmiður skellti sér á skeljarnar á aðfangadag og bað Þórdísar Valsdóttur útvarpskonu á Bylgjunni sem sagði já. Eftir þriggja ára samband þá líður að stóru stundinni.

Lífið

Ás­laug Arna og Kristófer Acox í trylltu stuði á Hax

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og körfuboltakappinn Kristófer Acox nýttu sér tækifærið að geta sofið út á dögunum og skelltu sér á næturklúbbinn Hax. Vala Kristín og Hilmir Snær skelltu sér í skötu hjá Jóa í Múlakaffi.

Lífið

Ye biðst af­sökunar á gyðingaandúð á hebresku

Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. 

Lífið