Rithöfundar nýttu aukadaginn í brúðkaup Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 10:07 Bragi Páll og Bergþóra fóru sínar eigin leiðir varðandi giftingarhringana. Bergþóra Snæbjörns Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni. Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“ Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Sjá meira
Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“
Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Sjá meira