Lífið

Sleðahundakeppni og dorg­veiði á ís á Mý­vatni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og fjölbreytt eins og í ár.
Dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og fjölbreytt eins og í ár. Aðsend

Það iðar allt af lífi og fjöri í Mývatnssveit um helgina og næstu daga því þar stendur yfir hátíðin, „Vetrarhátíð við Mývatn”. Meðal atriða er sleðahundakeppni, hestar á ís og dorgveiði.

Vetrarhátíðin er hátíð Þingeyjarsveitar og dreifist um allt sveitarfélagið en hún hófst í gær, 1. mars og stendur til 10. mars. Dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og í ár en boðið er upp á um 50 viðburði.

Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um hátíðina.

„Það má segja að þetta sé bæjarhátíð Þingeyjarsveitar því viðburðunum er dreift um allt sveitarfélag. Það eru fjórir kjarnaviðburðir, sem eru hestar á ís, sem er reiðkeppni á ísilögðu Mývatni og Mývatnssleðinn en þá kemur fólk saman með heimatilbúna sleða og keppir í þrautabrautum og allskonar brautum á ísilögðu Mývatni. Svo er Íslandsmeistaramót sleðahunda og snjókrossi í Kröflum. Það eru þessir fjóru stóru viðburðir og svo bara stækkaði þetta og fór að byggjast í kringum þetta þannig að núna eru viðburðir alla þessa 10 daga,” segir Úlla.

Úlla segir að það sé mikið af ferðamönnum á svæðinu, erlendir og innlendir, auk þess sem heimamenn séu duglegir að taka þátt í dagskrá vetrarhátíðarinnar.

Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina, sem stendur til 10. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvað er helst um að vera í dag, laugardag?

„Þá erum við með Mývatn open, það eru hestar á ís reiðkeppnin. Svo er Mývatnssleðinn og það er kaffihlaðborð á Selhótel, það er markaður á Gý gestastofu og ýmislegt, leiksýning og svo er náttúrulega söngvakeppnin í kvöld á stóra tjaldinu hjá Berjaya hótel,” segir Úlla Árdal og vekur í leiðinni athygli á því að alla dagskrá vetrarhátíðarinnar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar

Hestar koma við sögu á hátíðinni í dag, laugardaginn 2. marsAðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.