Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 00:27 Bashar Murad og Hera Björk börðust um sigurinn í keppninni. Hera hafði betur en nú hefur komið í ljós að einhverjir kjósendur Bashar virðast hafa greitt Heru atkvæði vegna galla í kosningaappinu RÚV stjörnur. Vísir/Hulda Margrét Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. Vísir fékk umrætt myndband í hendurnar en það má sjá hér fyrir neðan. Í myndbandinu ætlar viðkomandi kjósandi að kjósa Bashar Murad í appinu Rúv Stjörnur og ýtir á símanúmer hans sem er 990-9904. Við það sendist sms með textanum „9909904“ áfram en þau skilaboð rata ekki á símanúmerið 990-9904 heldur á símanúmerið 990-9902 sem er númer Heru Bjarkar. Inni á Facebook-síðunni „Júróvisjón 2024“ sem er síða fyrir áhugafólk um keppnina kannast fleiri við þetta vandamál. Þar skrifar Iðunn Getz Jóhannsdottir færslu um málið og segir „Eruði að lenda í því að þegar þið eruð að kjósa í appinu og velja SMS til 990-9904 þá kemur ósjálfrátt númerið hjá 990-9902?“ og spyr síðan hvort einhver í hópnum hafi skýringar á þessu. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ segir Rúnar í skriflegu svari til fréttastofu og kannast við málið. Rúnar Freyr Gíslason hefur verið fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins á Eurovision undanfarin ár.Vísir „Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega,“ segir Rúnar. „En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.“ Hann segir að allar upplýsingar um úrslit kosninganna verði gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hafi ávallt gert. Upplýsingarnar voru gerðar opinberar á mánudagsmorgninum eftir Söngvakeppnina í fyrra. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29 Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Vísir fékk umrætt myndband í hendurnar en það má sjá hér fyrir neðan. Í myndbandinu ætlar viðkomandi kjósandi að kjósa Bashar Murad í appinu Rúv Stjörnur og ýtir á símanúmer hans sem er 990-9904. Við það sendist sms með textanum „9909904“ áfram en þau skilaboð rata ekki á símanúmerið 990-9904 heldur á símanúmerið 990-9902 sem er númer Heru Bjarkar. Inni á Facebook-síðunni „Júróvisjón 2024“ sem er síða fyrir áhugafólk um keppnina kannast fleiri við þetta vandamál. Þar skrifar Iðunn Getz Jóhannsdottir færslu um málið og segir „Eruði að lenda í því að þegar þið eruð að kjósa í appinu og velja SMS til 990-9904 þá kemur ósjálfrátt númerið hjá 990-9902?“ og spyr síðan hvort einhver í hópnum hafi skýringar á þessu. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ segir Rúnar í skriflegu svari til fréttastofu og kannast við málið. Rúnar Freyr Gíslason hefur verið fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins á Eurovision undanfarin ár.Vísir „Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega,“ segir Rúnar. „En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.“ Hann segir að allar upplýsingar um úrslit kosninganna verði gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hafi ávallt gert. Upplýsingarnar voru gerðar opinberar á mánudagsmorgninum eftir Söngvakeppnina í fyrra.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29 Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48