Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. mars 2024 19:48 Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. Úr fimm keppenda hópi komust Hera Björk og Bashar Murad áfram í einvígið. Það var svo reynsluboltinn Hera sem bar sigur úr býtum að lokum. Eftir að Hera var búin að flytja lag sitt í einvíginu greindi hún frá því að hún hefði ekki verið í „sync-i“ í upphafi lags. Henni hafi boðist að endurtaka lagið vegna mistakana en ákvað að láta kyrrt liggja þar sem áhorfendur vissu fyrir hvað hún stæði. Og það hefur verið hárrétt metið hjá henni. Fimm í upphafi Fimm keppendur kepptu í úrslitakvöldinu en af þeim fimm komust tveir áfram í einvígið: Hera Björk með lagið „Scared of Heights“ og Bashar Murad með „Wild West“. Lögin fimm og flytjendur þeirra eru hér að neðan: „Bíómynd“ - VÆB (900 9901) „Scared of Heights“ - Hera Björk (900 9902) „Downfall“ - ANITA (900 9903) „Wild West“ - Bashar Murad (900 9904) „Into The Atmosphere“ - Sigga Ózk (900 9905) Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.
Úr fimm keppenda hópi komust Hera Björk og Bashar Murad áfram í einvígið. Það var svo reynsluboltinn Hera sem bar sigur úr býtum að lokum. Eftir að Hera var búin að flytja lag sitt í einvíginu greindi hún frá því að hún hefði ekki verið í „sync-i“ í upphafi lags. Henni hafi boðist að endurtaka lagið vegna mistakana en ákvað að láta kyrrt liggja þar sem áhorfendur vissu fyrir hvað hún stæði. Og það hefur verið hárrétt metið hjá henni. Fimm í upphafi Fimm keppendur kepptu í úrslitakvöldinu en af þeim fimm komust tveir áfram í einvígið: Hera Björk með lagið „Scared of Heights“ og Bashar Murad með „Wild West“. Lögin fimm og flytjendur þeirra eru hér að neðan: „Bíómynd“ - VÆB (900 9901) „Scared of Heights“ - Hera Björk (900 9902) „Downfall“ - ANITA (900 9903) „Wild West“ - Bashar Murad (900 9904) „Into The Atmosphere“ - Sigga Ózk (900 9905) Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira