Körfubolti

Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greið­fært

Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár.

Körfubolti

„Menn þorðu ekki að taka af skarið“

Benedikt Guðmundsson var sáttur við sumt og ósáttur við annað þegar lið hans, Njarðvík, laut í lægra haldi gegn Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 

Körfubolti

„Má ekki anda á Milka inni í teig“

Lárus Jónsson var ánægður frammistöðu sinna leikmanna þegar Þór Þorákshöfn lagði Njarðvík að velli í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Iceland Glacier-höllinni í Þorlákhshöfn í kvöld. Lárus var hins vegar ekki sáttur við hversu mörg vítaskot Njarðvík fékk í leiknum. 

Körfubolti

„Eðli­legt að þær skíti að­eins í heyið“

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Hauka nú 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Arnar talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti.

Körfubolti

„Ekki upp­leggið að fá á sig hundrað stig“

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni.

Körfubolti