Körfubolti

Luka-laust Dallas gætið endað í um­spili

Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók.

Körfubolti

Maté: At­vinnu­mennirnir gáfust upp í á­hlaupi Hattar

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ósáttur við frammistöðu síns liðs í 93-68 tapi gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar höfðu ekki að neinu að keppa, áttu hvorki möguleika á sæti í úrslitakeppni né í hættu að falla, meðan Höttur þurfti að vinna til að komast í úrslitakeppnina. Það sást í leiknum.

Körfubolti

Um­fjöllun og við­töl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir á­fram að úr­slita­keppninni

Höttur vann mikilvægan sigur á Haukum, 93-68, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld sem þýðir að liðið er skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur snéri leiknum sér í vil eftir að einn liðsmanna þess var útilokaður frá leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á 63 sekúndum.

Körfubolti

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti

Martin skilaði sínu í naumum sigri

Alba Berlín vann eins stigs sigur á Rostock Seawolves í efstu deild karla í þýska körfuboltanum, lokatölur 76-75. Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson skilaði sínu í liði Berlínar.

Körfubolti