Uppgjörið: Valur - Keflavík 73-79 | Meistararnir unnu í spennutrylli á Hlíðarenda Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. október 2024 21:00 Sara Rún er lykilleikmaður Keflavíkur. vísir/diego Valur tók á móti Íslands-og bikarmeisturum Keflavík í N1 höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. Keflavík tók uppkastið og var fyrst til þess að koma stigum á töfluna hér í kvöld. Keflavík setti niður nokkur stór skot strax í upphafi og náði að komast í smá forskot. Þrátt fyrir smá erfiðleika á upphafsmínútum náði Valur að vinna sig vel til baka í leikinn. Um miðbik fyrsta leikhluta var Valur búið að snúa leiknum sér í hag og taka forystu. Það virtist hinsvegar bara kveikja í Keflavík að lenda undir í örskamma stund því þær tóku svakalegt áhlaup undir restina á leikhlutanum og fór með fjórtan stiga forskot inn í annan leikhluta 16-30. Leikurinn leit út fyrir að geta allt eins verið að klárast í fyrri hálfleik og Keflavík hélt áfram að bæta við stigum en náði þó ekki að hrista af sér Valsliðið. Keflavík fór að hreyfa bekkinn hjá sér og rótera. Valur nýtti sér það og náði að saxa vel á forskot Keflavíkur. Stóru skotin fóru að detta hjá Val og náði Valur að éta niður gott forskot Keflavíkur fyrir hálfleikinn og munurinn þegar liðin gengu til búningsklefa í hlé aðeins sjö stig 45-52 Keflavík í vil. Það var hart barist í þriðja leikhluta og bæði lið þurftu að vinna vel fyrir sínum stigum. Varnir beggja liða var á köflum stórkostlegt að sjá þar sem ekkert var gefið eftir. Þriðji leikhluti var alveg í járnum og bæði lið náðu fínum áhlaupum. Hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá. Valur náði þó að færast örlítið nær Keflavík og fóru inn í fjórða og síðasta leikhlutann fjórum stigum á eftir þeim 61-65. Í fjórða leikhluta var eins og við mátti búast mikil barátta. Keflavík setti þrist snemma og náði að komast skrefinu á undan. Valur fór að reyna við stór skot sem duttu ekki á meðan Keflavík setti sín og fóru á endanum með sex stig sigur 73-79. Atvik leiksins Erfitt að setja puttann á eitthvað eitt móment sem atvik leiksins. Mér fannst axlir Keflavíkur léttast aðeins við þristinn frá Önnu Ingunni í upphafi fjórða. Agnes María átti einnig þrist undir lok leikhlutans sem þvingaði Val í að þurfa fara í erfið skot sem voru ekki að detta. Einnig hægt að nefna þessa endurkomu hjá Val í öðrum leikhluta. Það leit út fyrir að vera rúst í upphafi annars leikhluta en Valur gerði frábærlega að gera þetta að leik aftur. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey var hrikalega flott í liði Keflavíkur í kvöld. Hún var stigahæst á vellinum með 28 stig og reif niður 12 fráköst að auki. Anna Ingunn setti líka stór skot og er frábær skytta og endaði með 19 stig. Hjá Val var Ásta Júlía Grímsdóttir öflugust. Skoraði 19 stig og tók 16 fráköst. Keflavík átti í smá vandræðum með hana undir körfunni. Dómarinn Mjög flott frammistaða hjá tríóinu í kvöld. Fannst þeir negla allar helstu ákvarðanir og ekkert hægt að setja út á þeirra frammistöðu hér í kvöld. Auðvitað hægt að pikka út einhver lítil atriði hér og þar en í stóra samhenginu þá hafði þeirra frammistaða ekkert með úrslitin í kvöld að gera. Stemingin og umgjörð Umgjörðin hjá Val er alltaf til fyrirmyndar. Hefði viljað sjá fleiri í stúkunni hérna í kvöld og fullt kredit á öll þau sem mættu hér í kvöld til að styðja við stelpurnar. Gott má alltaf bæta. „Klárlega í fyrsta leikhluta þar sem við missum leikinn frá okkur“ Jamil Abiad, þjálfari Vals.Vísir/Diego „Auðvitað. Það er aldrei skemmtilegt að tapa,“ sagði Jamil Abiad svekktur eftir tapið í kvöld. Valur voru um tuttugu stigum undir á kafla í fyrri hálfleik en gerðu þó gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn. „Við byrjuðum bara á því að spila vörn og gerðum það sem við ætluðum okkur að gera í sumum einvígjum og breyttum aðeins til. Ég sagði fyrir leik að við yrðum að reyna spila góða vörn í eins nálægt 40 mínútum og við gætum. Í fyrsta leikhluta gleymdum við ákveðnum hlutum og þetta fór svolítið frá okkur þar. Við vorum fjórtán stigum undir eftir fyrsta leikhluta og það er erfitt að koma til baka á móti svona góðu liði þegar munurinn er svona mikill en mér fannst stelpurnar berjast vel og þetta er langt tímabil og við verðum betri með hverjum deginum.“ Jamil var á því að fyrsti leikhlutinn hafi svolítið farið með þetta fyrir Valsliðið. „Eiginlega fyrsti leikhlutinn já. Við erum 14 stigum undir og það er erfitt að klóra sig til baka inn í leikinn á móti svona góðu liði. Mér fannst stelpurnar samt gera frábærlega. Við unnum annan og þriðja leikhluta og ef boltinn hefði skoppað smá örðuvísi hér og þar þá hefði þetta getað orðið allt annar leikur [í fjórða leikhluta]. Þetta var klárlega í fyrsta leikhluta þar sem við missum leikinn frá okkur.“ Valur var ekki að hitta sérstaklega vel af vítalínunni í kvöld og settu bara niður 14 af 21 víti niður en Jamil var þó ekki svekktur út í nýtinguna af vítalínunni. „Alls ekki, þú munt hitta og klikka á þessum skotum. Þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpum leiknum. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að muna hvað við eigum að gera varnarlega í sumum tilfellum og við þurfum bara að skerpa á því og verða betri sem lið.“ Bónus-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. 16. október 2024 21:46
Valur tók á móti Íslands-og bikarmeisturum Keflavík í N1 höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. Keflavík tók uppkastið og var fyrst til þess að koma stigum á töfluna hér í kvöld. Keflavík setti niður nokkur stór skot strax í upphafi og náði að komast í smá forskot. Þrátt fyrir smá erfiðleika á upphafsmínútum náði Valur að vinna sig vel til baka í leikinn. Um miðbik fyrsta leikhluta var Valur búið að snúa leiknum sér í hag og taka forystu. Það virtist hinsvegar bara kveikja í Keflavík að lenda undir í örskamma stund því þær tóku svakalegt áhlaup undir restina á leikhlutanum og fór með fjórtan stiga forskot inn í annan leikhluta 16-30. Leikurinn leit út fyrir að geta allt eins verið að klárast í fyrri hálfleik og Keflavík hélt áfram að bæta við stigum en náði þó ekki að hrista af sér Valsliðið. Keflavík fór að hreyfa bekkinn hjá sér og rótera. Valur nýtti sér það og náði að saxa vel á forskot Keflavíkur. Stóru skotin fóru að detta hjá Val og náði Valur að éta niður gott forskot Keflavíkur fyrir hálfleikinn og munurinn þegar liðin gengu til búningsklefa í hlé aðeins sjö stig 45-52 Keflavík í vil. Það var hart barist í þriðja leikhluta og bæði lið þurftu að vinna vel fyrir sínum stigum. Varnir beggja liða var á köflum stórkostlegt að sjá þar sem ekkert var gefið eftir. Þriðji leikhluti var alveg í járnum og bæði lið náðu fínum áhlaupum. Hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá. Valur náði þó að færast örlítið nær Keflavík og fóru inn í fjórða og síðasta leikhlutann fjórum stigum á eftir þeim 61-65. Í fjórða leikhluta var eins og við mátti búast mikil barátta. Keflavík setti þrist snemma og náði að komast skrefinu á undan. Valur fór að reyna við stór skot sem duttu ekki á meðan Keflavík setti sín og fóru á endanum með sex stig sigur 73-79. Atvik leiksins Erfitt að setja puttann á eitthvað eitt móment sem atvik leiksins. Mér fannst axlir Keflavíkur léttast aðeins við þristinn frá Önnu Ingunni í upphafi fjórða. Agnes María átti einnig þrist undir lok leikhlutans sem þvingaði Val í að þurfa fara í erfið skot sem voru ekki að detta. Einnig hægt að nefna þessa endurkomu hjá Val í öðrum leikhluta. Það leit út fyrir að vera rúst í upphafi annars leikhluta en Valur gerði frábærlega að gera þetta að leik aftur. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey var hrikalega flott í liði Keflavíkur í kvöld. Hún var stigahæst á vellinum með 28 stig og reif niður 12 fráköst að auki. Anna Ingunn setti líka stór skot og er frábær skytta og endaði með 19 stig. Hjá Val var Ásta Júlía Grímsdóttir öflugust. Skoraði 19 stig og tók 16 fráköst. Keflavík átti í smá vandræðum með hana undir körfunni. Dómarinn Mjög flott frammistaða hjá tríóinu í kvöld. Fannst þeir negla allar helstu ákvarðanir og ekkert hægt að setja út á þeirra frammistöðu hér í kvöld. Auðvitað hægt að pikka út einhver lítil atriði hér og þar en í stóra samhenginu þá hafði þeirra frammistaða ekkert með úrslitin í kvöld að gera. Stemingin og umgjörð Umgjörðin hjá Val er alltaf til fyrirmyndar. Hefði viljað sjá fleiri í stúkunni hérna í kvöld og fullt kredit á öll þau sem mættu hér í kvöld til að styðja við stelpurnar. Gott má alltaf bæta. „Klárlega í fyrsta leikhluta þar sem við missum leikinn frá okkur“ Jamil Abiad, þjálfari Vals.Vísir/Diego „Auðvitað. Það er aldrei skemmtilegt að tapa,“ sagði Jamil Abiad svekktur eftir tapið í kvöld. Valur voru um tuttugu stigum undir á kafla í fyrri hálfleik en gerðu þó gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn. „Við byrjuðum bara á því að spila vörn og gerðum það sem við ætluðum okkur að gera í sumum einvígjum og breyttum aðeins til. Ég sagði fyrir leik að við yrðum að reyna spila góða vörn í eins nálægt 40 mínútum og við gætum. Í fyrsta leikhluta gleymdum við ákveðnum hlutum og þetta fór svolítið frá okkur þar. Við vorum fjórtán stigum undir eftir fyrsta leikhluta og það er erfitt að koma til baka á móti svona góðu liði þegar munurinn er svona mikill en mér fannst stelpurnar berjast vel og þetta er langt tímabil og við verðum betri með hverjum deginum.“ Jamil var á því að fyrsti leikhlutinn hafi svolítið farið með þetta fyrir Valsliðið. „Eiginlega fyrsti leikhlutinn já. Við erum 14 stigum undir og það er erfitt að klóra sig til baka inn í leikinn á móti svona góðu liði. Mér fannst stelpurnar samt gera frábærlega. Við unnum annan og þriðja leikhluta og ef boltinn hefði skoppað smá örðuvísi hér og þar þá hefði þetta getað orðið allt annar leikur [í fjórða leikhluta]. Þetta var klárlega í fyrsta leikhluta þar sem við missum leikinn frá okkur.“ Valur var ekki að hitta sérstaklega vel af vítalínunni í kvöld og settu bara niður 14 af 21 víti niður en Jamil var þó ekki svekktur út í nýtinguna af vítalínunni. „Alls ekki, þú munt hitta og klikka á þessum skotum. Þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpum leiknum. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að muna hvað við eigum að gera varnarlega í sumum tilfellum og við þurfum bara að skerpa á því og verða betri sem lið.“
Bónus-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. 16. október 2024 21:46
„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. 16. október 2024 21:46
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum