„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. október 2024 00:02 Courvoisier McCauley og DeAndre Kane börðust innan og utan vallar í kvöld. vísir /anton „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. „Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira