Klinkið
Einnar lóðar forysta Einars
Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.
Sveinn og Helgi færa sig yfir til Kviku eignastýringar
Kvika eignastýring hefur brugðist við brotthvarfi tveggja sjóðstjóra á skömmum tíma og ráðið meðal annars til sín Svein Þórarinsson frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion
Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða
Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.
Tekur Árni við af Árna?
Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað.
Rósa ráðin til sjóðastýringarfélagsins VEX
Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra.
Skúli hættir hjá Kviku eignastýringu og fer yfir til LSR
Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu síðustu ár, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Mun Skúli Hrafn í kjölfarið hefja störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, síðar á árinu, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Pétur og Sigurður Óli til Landsbankans
Landsbankinn hefur stækkað teymi sitt í verðbréfamiðlun með ráðningu á tveimur nýjum starfsmönnum, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Sigurður hættir hjá Akta sjóðum
Sigurður Kr. Sigurðsson, sem hefur verið hjá Akta frá árinu 2019, er hættur störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu. Hann starfaði á eignastýringarsviði félagsins, sem var komið á fót fyrr á þessu ári, sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun.
Ása Björg ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita
Ása Björg Tryggvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsráðgjafafyrirtækisins brandr, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita. Fyrirtækið á vörumerkin ICEHERBS, Protis og Good Routine sem eru gæða fæðubótarefni sem seld eru um land allt. Kavita stefnir á útflutning á íslenskum fæðubótaefnum.
Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum?
Rauði þráðurinn í stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem erlendis eru orkuskiptin. Í þeim felst einna helst að skipta kolefnisorkugjöfum fyrir umhverfisvænari orkugjafa. Óraunhæft er að láta af notkun kolefnisorkugjafa víðast hvar um heim til skemmri tíma eða lengri tíma litið. Þeir eru einfaldlega of veigamiklir. Fyrsta markmiðið ætti alltaf að vera að draga úr vexti notkunar þeirra og auka hlutfall endurnýjanlegra og umhverfisvænna orkugjafa.
Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil
Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn.
Biðstaða á meðan fjárfestar bíða eftir planinu hjá stjórn Símans
Efnahagsreikningur Símans tekur stakkaskiptum núna þegar loksins er orðið ljóst að salan á Mílu fyrir tæplega 70 milljarða króna gengur í gegn. Stóra spurningin, sem ætti að opinberast á allra næsta vikum, er hvað félagið hyggst gera við það mikla reiðufé sem það situr á eftir söluna. Flestir eiga von á því að þeir fjármunir verði meira eða minna allir greiddir út til hluthafa.
Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian
Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna.
Halla ráðin yfirmaður eignastýringar LSR
Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, samkvæmt heimildum Innherja.
Rúnar hættir í eigin viðskiptum hjá Arion banka
Rúnar Friðriksson, sem hefur starfað í eigin viðskiptum Arion banka síðustu ár, er hættur hjá bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. Hann sagði starfi sínu lausu í dag en það mun skýrast fljótlega hver verður fenginn til að taka við af honum innan bankans.
Talað í kross í peningastefnunefnd
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.
Hætti sem stjórnarformaður Kerecis að kröfu nýja danska fjárfestisins
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, gegnir ekki lengur stjórnarformennsku í hinu ört vaxandi íslenska fyrirtæki í kjölfar aðalfundar þess í liðnum mánuði en þar var fulltrúi Kirkbi, fjárfestingafélag LEGO-fjölskyldunnar, kjörinn nýr í stjórnina eftir að danska félagið keypti rúmlega sex prósenta hlut í Kerecis fyrir jafnvirði um 5,5 milljarða króna.
Frosti kaupir þriðjungshlut í Wunder Werkz
Hönnuðurinn Frosti Gnarr hefur keypt þriðjungshlut í bandarísku hönnunarstofunni Wunder Werkz. Frosti hefur nú þegar opnað útibú fyrir evrópsk verkefni Wunder Werkz á Íslandi.
Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf
Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót.
Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels
Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni.
Erlend fjárfesting afþökkuð
Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi.
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.
Óljóst hvernig SÍ vill taka á umsvifum lífeyrissjóða á lánamarkaði
Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi.
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu?
Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild.
Misráðnu ríkisútgjöldin sem aldrei urðu
Himinn og haf skilja að ástandið á vinnumarkaðinum í dag og það sem var í byrjun árs 2021. Samkvæmt mælingu Vinnumálastofnunar í júní mældist atvinnuleysi einungis 3,3 prósent en til samanburðar nam það 11,6 prósentum í janúar á síðasta ári. Atvinnustig hefur til allrar hamingju batnað mun hraðar en nokkurn gat órað fyrir þegar hagkerfið var í djúpri lægð.
Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022.
Vitundarvakning um hagsmuni stjórnarmanna
Allt frá því að tilnefningarnefndum var komið á fót í Kauphöllinni um miðjan síðasta áratug hafa nefndirnar einblínt á að meta frambjóðendur til stjórna út frá þekkingu þeirra og reynslu. Tilnefningar hafa svo tekið mið af því að farsælast sé að hafa mikla breidd í stjórn fyrirtækis þannig að hver stjórnarmaður komi með eitthvað að borðinu. Það er gott og gilt enda hlýtur að felast eitthvað virði í því að komast hjá of mikilli einsleitni í stjórnum.
Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka
Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó?
Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag.