Handbolti

Viggó tryggði Leipzig jafntefli gegn Lemgo

Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, var markahæsti leikmaður liðsins og skoraði markið sem réði úrslitum í 29-29 jafntefli gegn Lemgo. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn Magdeburg, skoruðu samtals 12 mörk í stórsigri á Minden á sama tíma.

Handbolti

„Þetta er Klopp-syndrome“

Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum.

Handbolti

„Ungur strákur sem átti margt ó­lært“

Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 18-27 | Valur ekki í vandræðum með nýliðana

Valur var ekki í vandræðum með nýliða Selfoss í 2. umferð Olís deildar-kvenna. Varnarleikur Vals var vel skipulagður sem Selfyssingar áttu engin svör við. Valur var sex mörkum yfir í hálfleik og setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og áttu nýliðarnir aldrei möguleika. Valur endaði á að vinna níu marka sigur 18-27. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Handbolti

„ Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup“

„Mér líður náttúrulega bara mjög vel og nú féll þetta okkar megin. Þetta var alveg eins, næstum því, fyrir viku síðan á móti Selfossi og þá féll þetta ekki með okkur. Það var mjög þung vika og erfitt að tapa, við erum allir keppnismenn en núna erum við allir mjög glaðir. Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. 

Handbolti

Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði

„Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld.

Handbolti

„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“

Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni.

Handbolti