Handbolti

Svona var blaðamannafundur HSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska landsliðið hefur leik á HM eftir viku.
Íslenska landsliðið hefur leik á HM eftir viku. vísir/hulda margrét

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ. Þar sátu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins, og Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Elísson fyrir svörum.

Fundurinn hófst klukkan 14:00. Útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má einnig finna beina textalýsingu frá fundinum. Tilefnið er heimsmeistaramótið í handbolta í Svíþjóð og Póllandi sem er fram undan.

Klippa: Blaðamannafundur HSÍ

Íslenska liðið heldur til Þýskalands á morgun. Það mætir heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina.

Eftir þá fara Íslendingar svo til Kristianstad í Svíþjóð þar sem riðill liðsins á HM verður leikinn. Auk Íslands eru Portúgal, Ungverjaland og Suður-Kórea í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×