Handbolti

Fréttamynd

„Svaka­lega leiðin­legt fyrir bæði hann og okkur“

„Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Eigin­lega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“

„Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar og Aron taka ekki fullan þátt

Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir komnir í úr­slit

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í úrslit á Sparkassen Cup í Þýskalandi eftir eins marks sigur á Serbíu í undanúrslitum, 28-27.

Handbolti
Fréttamynd

Haf­steinn fer á HM

Ljóst er að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, fer með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótið í handbolta í næsta mánuði. Grænhöfðaeyjar eru með Íslandi í riðli.

Handbolti
Fréttamynd

Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM

Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Kolstad vann toppslaginn

Íslendingahersveit Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta bar sigur úr býtum í toppslag deildarinnar þegar liðið tók á móti toppliði Elverum en lokatölur leiksins urðu 32-29.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór frá Gumma til Arnórs

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi í Danmörku á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og flytur nú til Þýskalands en mun áfram leika undir stjórn Íslendings.

Handbolti
Fréttamynd

Stað­festa 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum

Í dag, rúmum mánuði eftir umdeildan bikarleik Hauka og ÍBV, er orðið endanlega ljóst að Eyjamenn fá dæmdan 10-0 sigur í leiknum og spila því gegn FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.

Handbolti