Gagnrýni

Banatilræði við hasarmyndina

Eftir svona bíóferð langar mig helst að setja upp snobbskeifuna og lýsa því yfir að hasarmyndir séu dauðar. Það væri þó ekki alveg sanngjarnt því að þrátt fyrir almennt minnkandi gæði þeirra má enn finna einstaka fagurt blóm innan um alla njólana. En garðurinn í heild sinni er í órækt og það er kominn tími til að kantskera og slá.

Gagnrýni

Græðgi drepur

Allir synir mínir er fantagóð sýning á allan hátt! Leikritið er flutt í leikstjórn Stefáns Baldurssonar sem velur fremur hefðbundna nálgun með raunsæjum leik.

Gagnrýni

Áferðarfalleg og snotur mynd

Tvær ókunnugar manneskjur eiga í stuttu ástarævintýri í erlendri stórborg og ákveða að stofna til nánari kynna eftir heimkomu til Íslands. En þolir sambandið þrúgandi sumarbústaðarferð til Þingvalla og í meira lagi afskiptasama fjölskyldu sem líst misvel á ráðahaginn?

Gagnrýni

Sannfærandi stílæfingar

Þótt platan sé vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu.

Gagnrýni

100% keyrsla frá upphafi til enda

Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfurþunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrenalínsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því.

Gagnrýni

Vonbrigði

Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana.

Gagnrýni

Bræðurnir kunna þetta

Aðdáendur Coen-bræðra fá heilmikið fyrir sinn snúð. Andi Fargo og Blood Simple svífur yfir vötnum. Lebowski-sprellið bíður betri tíma.

Gagnrýni

Ný tíutomma í safnið

Á heildina litið flott frumsmíð frá hljómsveit sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Fín innlifun frá Heavy Experience.

Gagnrýni

Ævintýri forseta og prinsessu

Litríkar persónur og vel leiknar. Þórunn Arna Kristjánsdóttir nær svo góðum tökum á prinsessunni að það er vel þess virði að skella sér á ball á Bessastöðum.

Gagnrýni

Ekki reykja krakk

The Fighter er hampað meira en hún á skilið. Skemmtanagildið er til staðar en dýptina vantar. Aðalpersónan er ekki nógu spennandi og framvinda sögunnar kemur aldrei á óvart.

Gagnrýni

Frelsari fæddur?

Rapparinn Ramses, „Strákurinn úr hverfinu“, með fína frumsmíð. Taktarnir grúva vel og Ramses hefur fínt flæði. Hann á líka góða spretti í textunum.

Gagnrýni

Eins og blámálaður Berndsen

Megamind lítur út eins og blámálaður Karl Berndsen, ef hann væri með vatnshöfuð, en hann þarf stóran haus fyrir allar þessar gáfur. Myndin er litskrúðugt fjör fyrir fjölskylduna. Og munið að vera góð.

Gagnrýni

Skollaleikur sannleikans

Frábær sýning! Elsku barn er áleitin sýning og myndi alls ekki spilla fyrir að bjóða upp á umræður á eftir, fyrir til dæmis menntaskólahópa eða aðra sem áhuga hafa á að ræða sannleika sannleikans og greiningarbrjálæði nútímans.

Gagnrýni

Fínasta afþreying

Gæludýr er alveg ágætis plata, hvorki meira né minna. Hún líður einfaldlega áfram í eyrunum án þess að ögra hlustandanum.

Gagnrýni

Hornreka á Króknum

Rokland ber Marteini Þórssyni talsvert betra vitni sem leikstjóra en handritshöfundi. Gloppótt handrit hleypir loftinu úr Roklandi og kemur í veg fyrir að það fari á flug.

Gagnrýni

Ótrúleg ósvífni

Áhorfendur Klovn: The Movie ættu að skilja blygðunarkenndina eftir heima. Hún svíkur ekki aðdáendur dönsku grínistanna.

Gagnrýni