Hryllingurinn ögrar og ógnar Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 24. maí 2011 15:00 Dans Við sáum skrímsli. Sýning Shalala, unnin í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið. Listrænn stjórnandi: Erna Ómarsdóttir. Kassinn, Þjóðleikhúsinu. Það þarf ákveðin andlegan undirbúning áður en farið er á sýningar Ernu Ómarsdóttir vegna þess hvað ljótleikinn spilar þar stórt hlutverk bæði í efni og formi. Sýningin Við sáum skrímsli er hér engin undantekning. Verkið fjallar um hvernig manneskjan getur umbreytast í einskonar skrímsli (monster) og misst sjónar á siðferðislegum gildum mannlegs samfélags. Efnið, er kynnt í frásögnum (á íslensku til tilbreytingar) sem Erna flytur á sviðinu. Hreyfingarnar og framvinda verksins kallast á við og lýsa þessum hrottalegu sögum. Ólíkt því sem ætla mætti þá var form verksins miklu fegurra en efni þess. Sjónrænt var verkið sterkt og öll umgjörð til fyrirmyndar. Lýsingin var hrein og tær og reykurinn sem oft er viðkvæmur í notkun læddist inn á sviðið aðeins þegar hans var þörf. Búningarnir voru vel hugsaðir og leikmyndin í lokin sniðug. Leikmunirnir gáfu verkinu aukna vídd og voru vel nýttir. Dansinn sem slíkur var áhugaverður og út frá lögmálum danssmiðanna voru margar skemmtilegar lausnir eins og hvernig sítt hár þátttakendanna fékk hlutverk í dansinum og hvernig hendurnar voru nýttar. Frammistaða flytjendanna var fín. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir voru ekki áberandi en fylltu samt mjög vel upp í sviðið þegar þær dönsuðu. Ásgeir Helgi Magnússon fékk bæði að láta ljós sitt skína í dansi og atriðum sem kröfðust meiri leikrænnar tjáningar. Dúettinn hans við ljáinn var áhrifamikill sem og atriðið með höndunum. Valdimar Jóhannsson sem þreytti frumraun sýna sem dansari í dansverki skilaði sínu með prýði enda var hlutverkið hans vel sniðið að getu hans. Hann notaði röddina skemmtilega og tónlistin sem var hans hugarfóstur passaði vel við stemmingu dansverksins hverju sinni. Erna Ómarsdóttir var aðallega í hlutverki sögumanns í þetta sinn. Hún söng og sagði frá auk þess að taka stutta dansspretti. Hún hefur náð góðu valdi yfir röddinni bæði þegar hún syngur, talar og öskrar og komst vel frá sínu. Eina hlutverkið sem ekki virtist útpælt var hlutverk Sigtryggs Bergs Sigmarsson. Hann var með í flestum senunum og stóð sig ágætlega en hlutverkið var lítilvægt og ekki vel hannað fyrir óþjálfaðan dansara. Hryllingsþema hefur verið mikilvægur þáttur í listsköpun alla tíð. Hryllingurinn ögrar og ógnar hversdagslegu lífi áhorfandans og skapar honum möguleika á að upplifa spennu og finna fyrir tilfinningum sem fyrirfinnast ekki í daglegu lífi í flestum tilfellum, sem betur fer. Sýningin Við sáum skrímsli var hryllings stúdía en hana vantaði spennu til að geta talist hryllingssýning. Útfærsla og úrvinnsla frásagnanna var of yfirborðskennd og ósamræmi á milli hrottalegs efnisins og ljóðrænnar framsetningarinnar. Þetta ósamræmi hefði getað verið mjög sterkt og þversagnarkennt en náði því ekki. Form sýningarinnar var aftur á móti vel heppnað og hægt að njóta hreyfinganna og sviðsetningarinnar. Niðurstaða: Vel formuð sýning en hnökrar í útfærslu og úrvinnslu koma í veg fyrir að hún uppfylli möguleika sína. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dans Við sáum skrímsli. Sýning Shalala, unnin í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið. Listrænn stjórnandi: Erna Ómarsdóttir. Kassinn, Þjóðleikhúsinu. Það þarf ákveðin andlegan undirbúning áður en farið er á sýningar Ernu Ómarsdóttir vegna þess hvað ljótleikinn spilar þar stórt hlutverk bæði í efni og formi. Sýningin Við sáum skrímsli er hér engin undantekning. Verkið fjallar um hvernig manneskjan getur umbreytast í einskonar skrímsli (monster) og misst sjónar á siðferðislegum gildum mannlegs samfélags. Efnið, er kynnt í frásögnum (á íslensku til tilbreytingar) sem Erna flytur á sviðinu. Hreyfingarnar og framvinda verksins kallast á við og lýsa þessum hrottalegu sögum. Ólíkt því sem ætla mætti þá var form verksins miklu fegurra en efni þess. Sjónrænt var verkið sterkt og öll umgjörð til fyrirmyndar. Lýsingin var hrein og tær og reykurinn sem oft er viðkvæmur í notkun læddist inn á sviðið aðeins þegar hans var þörf. Búningarnir voru vel hugsaðir og leikmyndin í lokin sniðug. Leikmunirnir gáfu verkinu aukna vídd og voru vel nýttir. Dansinn sem slíkur var áhugaverður og út frá lögmálum danssmiðanna voru margar skemmtilegar lausnir eins og hvernig sítt hár þátttakendanna fékk hlutverk í dansinum og hvernig hendurnar voru nýttar. Frammistaða flytjendanna var fín. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir voru ekki áberandi en fylltu samt mjög vel upp í sviðið þegar þær dönsuðu. Ásgeir Helgi Magnússon fékk bæði að láta ljós sitt skína í dansi og atriðum sem kröfðust meiri leikrænnar tjáningar. Dúettinn hans við ljáinn var áhrifamikill sem og atriðið með höndunum. Valdimar Jóhannsson sem þreytti frumraun sýna sem dansari í dansverki skilaði sínu með prýði enda var hlutverkið hans vel sniðið að getu hans. Hann notaði röddina skemmtilega og tónlistin sem var hans hugarfóstur passaði vel við stemmingu dansverksins hverju sinni. Erna Ómarsdóttir var aðallega í hlutverki sögumanns í þetta sinn. Hún söng og sagði frá auk þess að taka stutta dansspretti. Hún hefur náð góðu valdi yfir röddinni bæði þegar hún syngur, talar og öskrar og komst vel frá sínu. Eina hlutverkið sem ekki virtist útpælt var hlutverk Sigtryggs Bergs Sigmarsson. Hann var með í flestum senunum og stóð sig ágætlega en hlutverkið var lítilvægt og ekki vel hannað fyrir óþjálfaðan dansara. Hryllingsþema hefur verið mikilvægur þáttur í listsköpun alla tíð. Hryllingurinn ögrar og ógnar hversdagslegu lífi áhorfandans og skapar honum möguleika á að upplifa spennu og finna fyrir tilfinningum sem fyrirfinnast ekki í daglegu lífi í flestum tilfellum, sem betur fer. Sýningin Við sáum skrímsli var hryllings stúdía en hana vantaði spennu til að geta talist hryllingssýning. Útfærsla og úrvinnsla frásagnanna var of yfirborðskennd og ósamræmi á milli hrottalegs efnisins og ljóðrænnar framsetningarinnar. Þetta ósamræmi hefði getað verið mjög sterkt og þversagnarkennt en náði því ekki. Form sýningarinnar var aftur á móti vel heppnað og hægt að njóta hreyfinganna og sviðsetningarinnar. Niðurstaða: Vel formuð sýning en hnökrar í útfærslu og úrvinnslu koma í veg fyrir að hún uppfylli möguleika sína.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira