Innlent

„Þetta var hræði­legt slys“

Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða.

Innlent

Hræði­legt slys og sögu­legar kosningar

Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem segir að um hræðilegt slys sé að ræða.

Innlent

Læknar boða miklu harðari að­gerðir

Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi.

Innlent

Sigurður Ingi þögull um bú­setuúrræðin

Svandís Svavarsdóttir segir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi ekki látið í ljósi neinar mótbárur þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði fyrir máli sem varðar lokuð búsetuúrræði hælisleitenda.

Innlent

For­maður Kyndils lést í slysinu við Tungu­fljót

Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára.

Innlent

Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað í Sólheimum í Reykjavík í hádeginu eftir að tilkynning barst um konu þar í miklu ójafnvægi fyrir utan hús við götuna.

Innlent

Sjálf­stæðis­menn vilja taka upp sam­ræmd próf

Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.

Innlent

Ríkið þrýsti læknum út í harðari verk­fallsað­gerðir

Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. 

Innlent

Aukaþingmaður leikur enn lausum hala

Prófessor í stjórnmálafræði segir hneyksli að enn einu sinni hafi Alþingi trassað að gera augljósar breytingar á kosningalögum til að tryggja að flokkar fái þingmenn í samræmi við atkvæðafjölda. Starfandi forsætisráðherra segir ekki hægt að gera þessar breytingar svo skömmu fyrir kosningar.

Innlent

Málið komið á „enda­stöð“ og rann­sókn lokið

Rannsókn lögreglu á falsboði sem þeim barst í sumar, þegar tilkynnt var um að tveir ferðamenn væru fasti í helli, er nú lokið og er málið óupplýst. Lögreglan ræddi við nokkra einstaklinga í Bretlandi í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent

Berg­þór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Innlent

Enginn verið stuðaður með raf­byssu enn­þá

Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur.

Innlent

Verk­fallið hafi mikil á­hrif á fáar fjöl­skyldur og lítil á­hrif á sam­félagið

Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum.

Innlent

Um­ræða á Bylgjunni ekki í­gildi stjórnvaldsákvörðunar

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. 

Innlent

Í­búum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð

Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla.

Innlent

„Dæmi um hvernig raf­ræn skil­ríki geta verið úti­lokandi“

Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. 

Innlent

Fjöl­skyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði

Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.

Innlent

Maðurinn kominn upp úr fljótinu

Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út.

Innlent