Erlent

Vendingar í leit að sjónvarpslækni

Upptaka öryggismyndavélar virðast sýna hinn 67 ára Michael Mosley, frægan sjónvarpslækni, spóka sig í bænum Pedi á grísku eyjunni Symi en hans hefur verið leitað frá því á miðvikudaginn.

Erlent

Frederik­sen slegin í mið­borg Kaup­manna­hafnar

Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina.

Erlent

Írar kjósa til Evrópu­þings

Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins.

Erlent

Frægs sjónvarpslæknis leitað

Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna.

Erlent

Stefnir í ó­efni náist samningar ekki í bráð

Á morgun setjast færeysk verkalýðsfélög við samningaborðið og freista þess að binda enda á þrálát verkföll sem staðið hafa yfir síðan ellefta maí síðastliðinn. Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, segir ástandið alvarlegt en að færeyskt samfélag stæði við bak verkafólksins.

Erlent

Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag

Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 

Erlent

„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu

„Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein á Vísi. 

Erlent

Fjórir létust í lestar­slysi í Tékk­landi

Fjórir eru látnir og 26 eru slasaðir eftir að tvær lestir skullu saman skammt frá bænum Pardubice í Tékklandi. Um 300 farþegar voru innanborðs í annarri lestinni sem var á leið frá Prag til Úkraínu í gærkvöldi. 

Erlent

Átta­tíu ár frá inn­rásinni í Normandí

Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans.

Erlent

Segir stjórnar­and­stöðuna hafa kynt undir hatri á­rásar­mannsins

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum.

Erlent

Biden herðir tökin á landa­mærum í að­draganda kosninga

Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust.

Erlent

Amanda Knox dæmd fyrir meið­yrði þrettán árum eftir sýknu

Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007.

Erlent

Stungu­á­rás á full­trúa þýsks fjar­hægri­flokks

Fulltrúi þýska fjarhægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) var stunginn í árás í borginni Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands seint í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að lögreglumaður var stunginn til bana í mótmælum gegn íslam í borginni.

Erlent