Harris velur ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 13:05 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, árið 2022. AP/Abbie Parr Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, verður varaforsetaefni Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, fyrir bandarísku forsetakosningarnar í haust. Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira