Erlent

Maduro lokar X í tíu daga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maduro hefur af mörgum verið sakaður um stórfellt kosningasvindl í nýafstöðnum kosningum.
Maduro hefur af mörgum verið sakaður um stórfellt kosningasvindl í nýafstöðnum kosningum. Jesus Vargas/Getty Images

Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta.

Hann sakar eiganda X, milljarðamæringinn Elon Musk um að sá hatri í sinn garð á miðlinum og dreifa falsfréttum um hinar nýafstöðnu kosningar. Þá sakar hann miðilinn um að vera vettvang fyrir stjórnarandstæðinga í Venesúela sem vilji kollsteypa landinu og taka völdin.

Forsetinn segir að stjórnendur X fái nú tíu daga til að koma sínum sjónarmiðum til skila, og því virðist sem miðillinn gæti verið bannaður til lengri tíma. Musk og Maduro höfðu áður deilt hart í skeytasendingum á X vegna kosninganna en stjórnarandstæðingar halda því staðfastlega fram að þeirra frambjóðandi, Edmundo Gonzales, hafi farið með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×