Erlent Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56 Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. Erlent 21.6.2024 10:46 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Erlent 21.6.2024 07:32 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Erlent 20.6.2024 23:42 Sinubruni ógnar einum uppáhaldsgolfvelli íslenskra ferðamanna Stór eldur logar í sinu við á Orihuela Costa á sunnanverðum Spáni. Eldurinn er nokkuð umfangsmikill og logar á milli golfvallanna við Campoamor og Las Ramblas, báðir eru mjög vinsælir meðal íslenskra ferðamanna og golfunnenda og eiga margir Íslendingar sumarhús á svæðinu. Erlent 20.6.2024 20:07 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Erlent 20.6.2024 18:43 Óttast að árásarmaðurinn flýi land Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land. Erlent 20.6.2024 18:25 Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Erlent 20.6.2024 15:25 Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald. Erlent 20.6.2024 11:52 Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Erlent 20.6.2024 08:47 Krefst fræðslu um gyðingahatur eftir að tólf ára stúlku var nauðgað Tveir þrettán ára drengir hafa verið ákærðir fyrir að nauðga tólf ára stúlku í Frakklandi. Stúlkan er gyðingur og segir drengina hafa viðhaft hatursorðræðu um hana á meðan þeir nauðguðu henni. Frakklandsforseti hefur beint því til skólakerfisins að efla fræðslu um gyðingahatur. Erlent 20.6.2024 08:03 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. Erlent 20.6.2024 07:53 Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Erlent 20.6.2024 06:48 Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Erlent 19.6.2024 22:00 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. Erlent 19.6.2024 20:08 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Erlent 19.6.2024 17:47 Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Erlent 19.6.2024 17:35 Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag. Erlent 19.6.2024 14:10 Félagi í Norðurvígi grunaður um stunguárás á tólf ára dreng Á tæpri viku hafa tvær stunguárásir verið gerðar i sömu verslunarmiðstöð í borginni Oulu í Finnlandi. Karlmaður var handtekinn í vikunni í tengslum við aðra þeirra, grunaður um að hafa stungið tólf ára dreng. Árásirnar eru rannsakaðar sem hatursglæpir. Erlent 19.6.2024 11:56 Nöfnum þéttbýliskjarna breytt til að þurrka út menningu Úígúra Yfirvöld í Kína hafa breytt heitum hundruð þorpa og bæja Úígúra og fjarlægt úr þeim tilvísanir í sögu, menningu og trú minnihlutahópsins. Breytingarnar eru taldar ná til 630 þéttbýliskjarna og áttu flestar sér stað á árunum 2017-2019. Erlent 19.6.2024 11:25 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. Erlent 19.6.2024 08:51 Stjórnvöld í Ísrael íhuga stríð gegn Hezbollah og Líbanon Utanríkisráðherra Ísrael segir ákvörðun um mögulegt stríð gegn Hezbollah munu liggja fyrir innan tíðar en greint var frá því í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn samtökunum í Líbanon. Erlent 19.6.2024 06:59 Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Erlent 18.6.2024 23:00 Rúmlega 500 látnir vegna hita í Mekka Að minnsta kosti 550 pílagrímar sem voru í hinni árlegu hajj-pílagrímsför til Mekka hafa látið lífið vegna hitans sem farið hefur upp fyrir fimmtíu gráður. Erlent 18.6.2024 21:58 Skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.6.2024 11:47 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. Erlent 18.6.2024 07:48 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. Erlent 18.6.2024 07:26 Hyggjast einkavæða ríkismiðil Frakka Öfgahægriflokkur Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, stefnir að því að einkavæða ríkisfjölmiðilinn í Frakklandi, nái flokkurinn hreinum meirihluta í komandi þingkosningum. Erlent 17.6.2024 23:57 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 334 ›
Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56
Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. Erlent 21.6.2024 10:46
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Erlent 21.6.2024 07:32
Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Erlent 20.6.2024 23:42
Sinubruni ógnar einum uppáhaldsgolfvelli íslenskra ferðamanna Stór eldur logar í sinu við á Orihuela Costa á sunnanverðum Spáni. Eldurinn er nokkuð umfangsmikill og logar á milli golfvallanna við Campoamor og Las Ramblas, báðir eru mjög vinsælir meðal íslenskra ferðamanna og golfunnenda og eiga margir Íslendingar sumarhús á svæðinu. Erlent 20.6.2024 20:07
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Erlent 20.6.2024 18:43
Óttast að árásarmaðurinn flýi land Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land. Erlent 20.6.2024 18:25
Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Erlent 20.6.2024 15:25
Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald. Erlent 20.6.2024 11:52
Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Erlent 20.6.2024 08:47
Krefst fræðslu um gyðingahatur eftir að tólf ára stúlku var nauðgað Tveir þrettán ára drengir hafa verið ákærðir fyrir að nauðga tólf ára stúlku í Frakklandi. Stúlkan er gyðingur og segir drengina hafa viðhaft hatursorðræðu um hana á meðan þeir nauðguðu henni. Frakklandsforseti hefur beint því til skólakerfisins að efla fræðslu um gyðingahatur. Erlent 20.6.2024 08:03
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. Erlent 20.6.2024 07:53
Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Erlent 20.6.2024 06:48
Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Erlent 19.6.2024 22:00
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. Erlent 19.6.2024 20:08
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Erlent 19.6.2024 17:47
Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Erlent 19.6.2024 17:35
Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag. Erlent 19.6.2024 14:10
Félagi í Norðurvígi grunaður um stunguárás á tólf ára dreng Á tæpri viku hafa tvær stunguárásir verið gerðar i sömu verslunarmiðstöð í borginni Oulu í Finnlandi. Karlmaður var handtekinn í vikunni í tengslum við aðra þeirra, grunaður um að hafa stungið tólf ára dreng. Árásirnar eru rannsakaðar sem hatursglæpir. Erlent 19.6.2024 11:56
Nöfnum þéttbýliskjarna breytt til að þurrka út menningu Úígúra Yfirvöld í Kína hafa breytt heitum hundruð þorpa og bæja Úígúra og fjarlægt úr þeim tilvísanir í sögu, menningu og trú minnihlutahópsins. Breytingarnar eru taldar ná til 630 þéttbýliskjarna og áttu flestar sér stað á árunum 2017-2019. Erlent 19.6.2024 11:25
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. Erlent 19.6.2024 08:51
Stjórnvöld í Ísrael íhuga stríð gegn Hezbollah og Líbanon Utanríkisráðherra Ísrael segir ákvörðun um mögulegt stríð gegn Hezbollah munu liggja fyrir innan tíðar en greint var frá því í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn samtökunum í Líbanon. Erlent 19.6.2024 06:59
Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Erlent 18.6.2024 23:00
Rúmlega 500 látnir vegna hita í Mekka Að minnsta kosti 550 pílagrímar sem voru í hinni árlegu hajj-pílagrímsför til Mekka hafa látið lífið vegna hitans sem farið hefur upp fyrir fimmtíu gráður. Erlent 18.6.2024 21:58
Skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.6.2024 11:47
Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. Erlent 18.6.2024 07:48
Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. Erlent 18.6.2024 07:26
Hyggjast einkavæða ríkismiðil Frakka Öfgahægriflokkur Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, stefnir að því að einkavæða ríkisfjölmiðilinn í Frakklandi, nái flokkurinn hreinum meirihluta í komandi þingkosningum. Erlent 17.6.2024 23:57