Erlent Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. Erlent 1.9.2022 10:36 Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun ekki sækja útför Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fer í Moskvu á laugardag. Erlent 1.9.2022 10:34 Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. Erlent 1.9.2022 08:17 SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. Erlent 1.9.2022 07:48 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. Erlent 1.9.2022 07:34 Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. Erlent 1.9.2022 07:10 Skutu óvopnaðan mann til bana er hann stóð upp úr rúmi sínu Lögreglan í Columbus í Ohio hefur birt myndband af því þegar svartur maður var skotinn til bana á heimili sínu af lögreglu. Maðurinn var líklegast sofandi þegar lögreglu bar að og hélt á rafrettu þegar þeir nálguðust hann. Erlent 31.8.2022 23:52 Lífslíkur Bandaríkjamanna ekki verið lægri í 25 ár Meðalævilengd Bandaríkjamanna mælist nú 76,1 ár og hefur ekki verið lægri síðan árið 1996. Covid-19 faraldurinn er talinn stór áhrifavaldur í þessari lækkun. Erlent 31.8.2022 21:41 Camilo Guevara er látinn Camilo Guevara, sonur byltingarleiðtogans Che Guevara, er látinn, sextíu ára að aldri. Camilo lést eftir að hafa fengið hjartaáfall vegna blóðtappa í lungum. Erlent 31.8.2022 20:41 Rannsaka dauða fjögurra skjaldbaka Yfirvöld í Ekvador rannsaka nú dauða fjögurra risaskjaldbaka sem fundust á Galapagos-eyjum fyrr á árinu. Talið er að veiðiþjófar hafi veitt og borðað þær. Erlent 31.8.2022 19:40 Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. Erlent 31.8.2022 19:40 Starfsmenn þýska fjármálaráðuneytisins grunaðir um tengsl við Rússland Þýska leyniþjónustan er sögð hafa verið beðin af þýska fjármálaráðuneytinu að kanna tengsl tveggja hátt settra starfsmanna innan ráðuneytisins við Rússland. Ráðuneytið hafi sagst vilja minnka áhrif rússneskrar orku. Erlent 31.8.2022 17:57 Oscar Pistorius vill fá reynslulausn Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið. Erlent 31.8.2022 17:22 NASA reynir aftur á laugardag Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Erlent 31.8.2022 16:41 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Erlent 31.8.2022 15:26 Barn dó í hagléli á Spáni og fimmtíu slösuðust Tuttugu mánaða gömul stúlka lést á Spáni í gær eftir að hafa orðið fyrir stærðarinnar hagléli. Þá slösuðust fimmtíu er mjög óvenjulegt óveður gekk yfir La Bisbal de l’Emporda og aðra bæi í Girona í Katalóníu á Spáni. Erlent 31.8.2022 12:45 Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. Erlent 31.8.2022 11:55 Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. Erlent 31.8.2022 11:44 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. Erlent 31.8.2022 10:34 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. Erlent 31.8.2022 09:28 Heilbrigðisráðherra segir af sér í kjölfar dauða þungaðs ferðamanns Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgal, hefur sagt af sér eftir að þungaður ferðamaður lést eftir að hafa verið vísað frá yfirfullri fæðingadeild. Erlent 31.8.2022 08:18 Breskir lestarstarfsmenn boða sólarhringsverkfall Breskir lestarstarfsmenn hafa ákveðið að fara í sólarhringslangt verkfall 26. september næstkomandi vegna bágra kjara. Starfsmenn breska lestarkerfisins hafa ítrekað lagt niður störf undanfarna mánuði vegna lágra launa, lítils starfsöryggis og aðstæðna á vinnustað. Erlent 31.8.2022 08:12 „Greiddi leiðina fyrir frjálsa Evrópu“ Leiðtogar þjóða og alþjóðastofnana, núverandi og fyrrverandi, víðs vegar um heim hafa minnst Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gær, 91 árs að aldri. Erlent 31.8.2022 07:41 Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. Erlent 31.8.2022 06:49 Nítján látin og barns með albínisma enn saknað Árás átti sér stað við lögreglustöð á Madagaskar í gær þar sem nítján eru sagðir hafa látið lífið af völdum lögreglu og tuttugu og einn særst. Hópur fólks er sagður hafa reynt að ráðast inn á lögreglustöð í bænum Ikongo. Erlent 30.8.2022 23:56 Þrír slösuðust er tómattrukkur lenti í árekstri Hraðbraut í Kaliforníu fylltist af tómötum í dag eftir að trukkur sem var að flytja tómata klessti á. Þrír slösuðust í slysinu og tók það marga klukkutíma að þrífa brautina. Erlent 30.8.2022 21:46 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. Erlent 30.8.2022 20:46 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. Erlent 30.8.2022 20:25 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Erlent 30.8.2022 20:24 Íranar reyndu að stela dróna Bandaríkjahers Bandaríski herinn kom í nótt í veg fyrir að íranskt skip næði að stela dróna þeirra við Arabíuflóa. Til þess að Íranarnir gáfu þeim drónann til baka þurfti að kalla út Sea Hawk-þyrlu hersins. Erlent 30.8.2022 19:03 « ‹ 234 235 236 237 238 239 240 241 242 … 334 ›
Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. Erlent 1.9.2022 10:36
Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun ekki sækja útför Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fer í Moskvu á laugardag. Erlent 1.9.2022 10:34
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. Erlent 1.9.2022 08:17
SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. Erlent 1.9.2022 07:48
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. Erlent 1.9.2022 07:34
Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. Erlent 1.9.2022 07:10
Skutu óvopnaðan mann til bana er hann stóð upp úr rúmi sínu Lögreglan í Columbus í Ohio hefur birt myndband af því þegar svartur maður var skotinn til bana á heimili sínu af lögreglu. Maðurinn var líklegast sofandi þegar lögreglu bar að og hélt á rafrettu þegar þeir nálguðust hann. Erlent 31.8.2022 23:52
Lífslíkur Bandaríkjamanna ekki verið lægri í 25 ár Meðalævilengd Bandaríkjamanna mælist nú 76,1 ár og hefur ekki verið lægri síðan árið 1996. Covid-19 faraldurinn er talinn stór áhrifavaldur í þessari lækkun. Erlent 31.8.2022 21:41
Camilo Guevara er látinn Camilo Guevara, sonur byltingarleiðtogans Che Guevara, er látinn, sextíu ára að aldri. Camilo lést eftir að hafa fengið hjartaáfall vegna blóðtappa í lungum. Erlent 31.8.2022 20:41
Rannsaka dauða fjögurra skjaldbaka Yfirvöld í Ekvador rannsaka nú dauða fjögurra risaskjaldbaka sem fundust á Galapagos-eyjum fyrr á árinu. Talið er að veiðiþjófar hafi veitt og borðað þær. Erlent 31.8.2022 19:40
Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. Erlent 31.8.2022 19:40
Starfsmenn þýska fjármálaráðuneytisins grunaðir um tengsl við Rússland Þýska leyniþjónustan er sögð hafa verið beðin af þýska fjármálaráðuneytinu að kanna tengsl tveggja hátt settra starfsmanna innan ráðuneytisins við Rússland. Ráðuneytið hafi sagst vilja minnka áhrif rússneskrar orku. Erlent 31.8.2022 17:57
Oscar Pistorius vill fá reynslulausn Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið. Erlent 31.8.2022 17:22
NASA reynir aftur á laugardag Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Erlent 31.8.2022 16:41
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Erlent 31.8.2022 15:26
Barn dó í hagléli á Spáni og fimmtíu slösuðust Tuttugu mánaða gömul stúlka lést á Spáni í gær eftir að hafa orðið fyrir stærðarinnar hagléli. Þá slösuðust fimmtíu er mjög óvenjulegt óveður gekk yfir La Bisbal de l’Emporda og aðra bæi í Girona í Katalóníu á Spáni. Erlent 31.8.2022 12:45
Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. Erlent 31.8.2022 11:55
Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. Erlent 31.8.2022 11:44
Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. Erlent 31.8.2022 10:34
Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. Erlent 31.8.2022 09:28
Heilbrigðisráðherra segir af sér í kjölfar dauða þungaðs ferðamanns Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgal, hefur sagt af sér eftir að þungaður ferðamaður lést eftir að hafa verið vísað frá yfirfullri fæðingadeild. Erlent 31.8.2022 08:18
Breskir lestarstarfsmenn boða sólarhringsverkfall Breskir lestarstarfsmenn hafa ákveðið að fara í sólarhringslangt verkfall 26. september næstkomandi vegna bágra kjara. Starfsmenn breska lestarkerfisins hafa ítrekað lagt niður störf undanfarna mánuði vegna lágra launa, lítils starfsöryggis og aðstæðna á vinnustað. Erlent 31.8.2022 08:12
„Greiddi leiðina fyrir frjálsa Evrópu“ Leiðtogar þjóða og alþjóðastofnana, núverandi og fyrrverandi, víðs vegar um heim hafa minnst Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gær, 91 árs að aldri. Erlent 31.8.2022 07:41
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. Erlent 31.8.2022 06:49
Nítján látin og barns með albínisma enn saknað Árás átti sér stað við lögreglustöð á Madagaskar í gær þar sem nítján eru sagðir hafa látið lífið af völdum lögreglu og tuttugu og einn særst. Hópur fólks er sagður hafa reynt að ráðast inn á lögreglustöð í bænum Ikongo. Erlent 30.8.2022 23:56
Þrír slösuðust er tómattrukkur lenti í árekstri Hraðbraut í Kaliforníu fylltist af tómötum í dag eftir að trukkur sem var að flytja tómata klessti á. Þrír slösuðust í slysinu og tók það marga klukkutíma að þrífa brautina. Erlent 30.8.2022 21:46
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. Erlent 30.8.2022 20:46
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. Erlent 30.8.2022 20:25
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Erlent 30.8.2022 20:24
Íranar reyndu að stela dróna Bandaríkjahers Bandaríski herinn kom í nótt í veg fyrir að íranskt skip næði að stela dróna þeirra við Arabíuflóa. Til þess að Íranarnir gáfu þeim drónann til baka þurfti að kalla út Sea Hawk-þyrlu hersins. Erlent 30.8.2022 19:03