Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:16 Vopnaðir hermenn á götum Arequipa. Mótmælendur stöðvuðu flugumferð á alþjóðaflugvellinum þar á dögunum. AP/José Sotomayor Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu. Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu.
Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39
Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05