Erlent Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. Erlent 24.10.2022 14:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Erlent 24.10.2022 13:03 Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Erlent 24.10.2022 12:49 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Erlent 24.10.2022 12:23 Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist. Erlent 24.10.2022 09:52 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Erlent 24.10.2022 09:02 Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Erlent 24.10.2022 09:01 Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. Erlent 24.10.2022 08:40 Brasilískur stjórnmálamaður kastaði handsprengju að lögreglumönnum Brasilískur stjórnmálamaður er í haldi lögreglu eftir að hann særði tvo lögreglumenn sem ætluðu að handtaka hann. Erlent 24.10.2022 08:18 Karl selur fjórtán af hestum drottningarinnar Karl III Bretakonungur hefur ákveðið að selja nokkra þeirra hesta sem hann erfði frá móður sinni, Elísabetu II drottningar, sem lést í byrjun síðasta mánaðar. Erlent 24.10.2022 07:37 Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“ Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace. Erlent 24.10.2022 07:15 Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri. Erlent 24.10.2022 07:10 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Erlent 24.10.2022 06:53 Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Erlent 24.10.2022 06:43 Rússar að missa tökin á Kherson: Skilja eftir sig íbúa án matar, vatns og rafmagns Rússar eru að missa tökin á stríðshrjáðu Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Flótti hefur verið frá borginni frá því að Úkraínumenn skipuðu íbúum að koma sér þaðan tafarlaust vegn gagnárasar. Sú árás hefur skilað árangri og um leið birtist hermönnum og blaðamönnum sviðin jörð sem Rússaher skilur eftir sig. Erlent 24.10.2022 00:24 Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Erlent 23.10.2022 20:15 Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Erlent 23.10.2022 18:34 Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. Erlent 23.10.2022 16:40 „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Erlent 23.10.2022 15:01 Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Erlent 23.10.2022 14:46 Enskan tröllríður verslunum á Spáni Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Erlent 23.10.2022 14:00 Aftur hrapaði rússnesk herþota á íbúðarhús Rússnesk herþota hrapaði til jarðar á íbúarhús í Irkutsk í Síberíu í nótt. Tveir flugmenn vélarinnar létust. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna herþotuna hrapa til jarðar. Erlent 23.10.2022 13:36 Fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers Leiðtogar G7 ríkjanna fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers í Zaporizhzhia. Rússar eru hvattir til að láta kjarnorkuverið tafarlaust af hendi til réttmætra eigenda. Erlent 23.10.2022 10:27 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Erlent 23.10.2022 10:21 Stofnandi Red Bull látinn Austurríski milljarðamæringurinn Dietrich Mateschitz, stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, er látinn 78 ára að aldri. Erlent 23.10.2022 08:35 Úkraínskur auðjöfur grunaður um landráð Úkraínska öryggislögreglan hefur handtekið Vyacheslav Boguslaev, einn ríkasta auðjöfur Úkraínu og fyrrverandi eiganda umsvifamikillar hreyflaverksmiðju. Hann er grunaður um landráð. Erlent 23.10.2022 08:15 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. Erlent 23.10.2022 00:02 Sagði af sér bæjarstjóraembætti eftir skróp í Hörpu Fyrrverandi bæjarstjóri kanadísks smábæjar ætlaði sér að sækja Hringborð norðurslóða í síðustu viku og var ferð hans kostuð af bænum. Hann skrópaði hins vegar á hringborðið og lofaði því að endurgreiða bænum tæpa eina og hálfa milljón króna sem ferðin kostaði. Það hefur hann hins vegar enn ekki gert. Erlent 22.10.2022 23:20 Einn alvarlega særður eftir skotárás í úthverfi Óslóar Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Tøyen í Ósló. Enn er árásarmannsins leitað. Erlent 22.10.2022 22:54 Forvera Kínaforseta „leið ekki vel“ Hinum 79 ára gamla Hu Jintao leið ekki vel þegar hann var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, að sögn ríkismiðla í Kína. Áður höfðu engar skýringar borist á brotthvarfi Jintao. Erlent 22.10.2022 17:03 « ‹ 213 214 215 216 217 218 219 220 221 … 334 ›
Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. Erlent 24.10.2022 14:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Erlent 24.10.2022 13:03
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Erlent 24.10.2022 12:49
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Erlent 24.10.2022 12:23
Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist. Erlent 24.10.2022 09:52
Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Erlent 24.10.2022 09:02
Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Erlent 24.10.2022 09:01
Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. Erlent 24.10.2022 08:40
Brasilískur stjórnmálamaður kastaði handsprengju að lögreglumönnum Brasilískur stjórnmálamaður er í haldi lögreglu eftir að hann særði tvo lögreglumenn sem ætluðu að handtaka hann. Erlent 24.10.2022 08:18
Karl selur fjórtán af hestum drottningarinnar Karl III Bretakonungur hefur ákveðið að selja nokkra þeirra hesta sem hann erfði frá móður sinni, Elísabetu II drottningar, sem lést í byrjun síðasta mánaðar. Erlent 24.10.2022 07:37
Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“ Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace. Erlent 24.10.2022 07:15
Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri. Erlent 24.10.2022 07:10
Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Erlent 24.10.2022 06:53
Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Erlent 24.10.2022 06:43
Rússar að missa tökin á Kherson: Skilja eftir sig íbúa án matar, vatns og rafmagns Rússar eru að missa tökin á stríðshrjáðu Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Flótti hefur verið frá borginni frá því að Úkraínumenn skipuðu íbúum að koma sér þaðan tafarlaust vegn gagnárasar. Sú árás hefur skilað árangri og um leið birtist hermönnum og blaðamönnum sviðin jörð sem Rússaher skilur eftir sig. Erlent 24.10.2022 00:24
Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Erlent 23.10.2022 20:15
Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Erlent 23.10.2022 18:34
Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. Erlent 23.10.2022 16:40
„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Erlent 23.10.2022 15:01
Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Erlent 23.10.2022 14:46
Enskan tröllríður verslunum á Spáni Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Erlent 23.10.2022 14:00
Aftur hrapaði rússnesk herþota á íbúðarhús Rússnesk herþota hrapaði til jarðar á íbúarhús í Irkutsk í Síberíu í nótt. Tveir flugmenn vélarinnar létust. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna herþotuna hrapa til jarðar. Erlent 23.10.2022 13:36
Fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers Leiðtogar G7 ríkjanna fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers í Zaporizhzhia. Rússar eru hvattir til að láta kjarnorkuverið tafarlaust af hendi til réttmætra eigenda. Erlent 23.10.2022 10:27
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Erlent 23.10.2022 10:21
Stofnandi Red Bull látinn Austurríski milljarðamæringurinn Dietrich Mateschitz, stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, er látinn 78 ára að aldri. Erlent 23.10.2022 08:35
Úkraínskur auðjöfur grunaður um landráð Úkraínska öryggislögreglan hefur handtekið Vyacheslav Boguslaev, einn ríkasta auðjöfur Úkraínu og fyrrverandi eiganda umsvifamikillar hreyflaverksmiðju. Hann er grunaður um landráð. Erlent 23.10.2022 08:15
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. Erlent 23.10.2022 00:02
Sagði af sér bæjarstjóraembætti eftir skróp í Hörpu Fyrrverandi bæjarstjóri kanadísks smábæjar ætlaði sér að sækja Hringborð norðurslóða í síðustu viku og var ferð hans kostuð af bænum. Hann skrópaði hins vegar á hringborðið og lofaði því að endurgreiða bænum tæpa eina og hálfa milljón króna sem ferðin kostaði. Það hefur hann hins vegar enn ekki gert. Erlent 22.10.2022 23:20
Einn alvarlega særður eftir skotárás í úthverfi Óslóar Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Tøyen í Ósló. Enn er árásarmannsins leitað. Erlent 22.10.2022 22:54
Forvera Kínaforseta „leið ekki vel“ Hinum 79 ára gamla Hu Jintao leið ekki vel þegar hann var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, að sögn ríkismiðla í Kína. Áður höfðu engar skýringar borist á brotthvarfi Jintao. Erlent 22.10.2022 17:03