Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 09:11 Gervigreind fylgja bæði hættur og tækifæri. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt. Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt.
Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira