Kardinálinn George Pell er látinn Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 07:41 Hinn ástralski George Pell var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. EPA Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023 Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023
Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00