Erlent Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. Erlent 17.1.2023 07:32 Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961 Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári. Erlent 17.1.2023 07:27 Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02 Tugir látnir og innflutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. Erlent 16.1.2023 23:40 Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Erlent 16.1.2023 23:14 Sex manna fjölskylda skotin til bana í Kaliforníu Sex manna fjölskylda, þar á meðal sex mánaða gamalt barn og sautján ára móðir barnsins, var skotin til bana í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Tveir eru grunaðir um morðin en þeir hafa ekki verið handsamaðir. Erlent 16.1.2023 21:07 Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Erlent 16.1.2023 13:13 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. Erlent 16.1.2023 11:12 Ákærður fyrir áreitni á leið frá Íslandi Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni í garð starfsmanns skemmtiferðaskips, um borð í skipinu, sem var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2023 10:32 Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. Erlent 16.1.2023 09:27 Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk. Erlent 16.1.2023 09:07 Látinn eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið Lögregla og slökkvilið var kallað út eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi. Erlent 16.1.2023 08:19 Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16.1.2023 07:35 Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni. Erlent 16.1.2023 07:31 Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. Erlent 16.1.2023 07:30 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. Erlent 15.1.2023 23:23 Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. Erlent 15.1.2023 21:28 Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Erlent 15.1.2023 16:31 Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47 Neyðarástandi lýst yfir vegna hamfaraflóða Að minnsta kosti 19 manns hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins. Erlent 15.1.2023 10:47 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. Erlent 15.1.2023 09:39 Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. Erlent 14.1.2023 23:28 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Erlent 14.1.2023 22:02 Tugþúsundir mótmæla ríkisstjórninni í grenjandi rigningu Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins. Erlent 14.1.2023 19:26 Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. Erlent 14.1.2023 19:03 Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skotárás í Lundúnum Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu. Erlent 14.1.2023 16:56 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. Erlent 14.1.2023 14:34 Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. Erlent 14.1.2023 14:22 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. Erlent 14.1.2023 12:05 Loftárásir á innviði Kænugarðs Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Yfirvöld beina því til íbúa að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Erlent 14.1.2023 09:40 « ‹ 186 187 188 189 190 191 192 193 194 … 334 ›
Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. Erlent 17.1.2023 07:32
Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961 Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári. Erlent 17.1.2023 07:27
Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02
Tugir látnir og innflutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. Erlent 16.1.2023 23:40
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Erlent 16.1.2023 23:14
Sex manna fjölskylda skotin til bana í Kaliforníu Sex manna fjölskylda, þar á meðal sex mánaða gamalt barn og sautján ára móðir barnsins, var skotin til bana í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Tveir eru grunaðir um morðin en þeir hafa ekki verið handsamaðir. Erlent 16.1.2023 21:07
Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Erlent 16.1.2023 13:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. Erlent 16.1.2023 11:12
Ákærður fyrir áreitni á leið frá Íslandi Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni í garð starfsmanns skemmtiferðaskips, um borð í skipinu, sem var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2023 10:32
Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. Erlent 16.1.2023 09:27
Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk. Erlent 16.1.2023 09:07
Látinn eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið Lögregla og slökkvilið var kallað út eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi. Erlent 16.1.2023 08:19
Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16.1.2023 07:35
Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni. Erlent 16.1.2023 07:31
Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. Erlent 16.1.2023 07:30
Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. Erlent 15.1.2023 23:23
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. Erlent 15.1.2023 21:28
Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Erlent 15.1.2023 16:31
Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47
Neyðarástandi lýst yfir vegna hamfaraflóða Að minnsta kosti 19 manns hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins. Erlent 15.1.2023 10:47
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. Erlent 15.1.2023 09:39
Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. Erlent 14.1.2023 23:28
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Erlent 14.1.2023 22:02
Tugþúsundir mótmæla ríkisstjórninni í grenjandi rigningu Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins. Erlent 14.1.2023 19:26
Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. Erlent 14.1.2023 19:03
Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skotárás í Lundúnum Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu. Erlent 14.1.2023 16:56
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. Erlent 14.1.2023 14:34
Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. Erlent 14.1.2023 14:22
Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. Erlent 14.1.2023 12:05
Loftárásir á innviði Kænugarðs Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Yfirvöld beina því til íbúa að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Erlent 14.1.2023 09:40