Erlent

Þrettán konur saka Depar­di­eu um kyn­ferðis­of­beldi og á­reitni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gerard Depardieu fyrr á árinu.
Gerard Depardieu fyrr á árinu. Getty/Tristar Media

Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. 

Hinn 74 ára gamli Depardiue hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn og fengið eina tilnefningu til Óskarsverðlauna. Við Íslendingar þekkjum hann líklegast best fyrir að hafa farið með hlutverk Steinríks í leiknu kvikmyndunum um ævintýri Ástríks og Steinríks.

Depardieu við tökur á kvikmyndinni Ástríkur og Kleópatra árið 2002.Getty/Etienne George

Í ágúst árið 2018 hófst lögreglan í París rannsókn á Depardiue eftir að 22 ára gömul leikkona sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrr í mánuðinum. Rannsókn þess máls er enn í gangi en Depardiue þvertekur fyrir að hafa framið brotið. 

Franski fjölmiðillinn Mediapart gerði nýlega rannsókn á Depardiue og kom í ljós að að minnsta kosti þrettán konur hafi sakað leikarann um áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ræddi miðillinn við nokkrar kvennanna. 

Ein þeirra segist hafa verið aukaleikari í kvikmynd sem Depardiue lék í. Á tökustað hafi hann sett hendi sína undir kjól hennar og reynt að komast ofan í nærbuxurnar hennar. Hún segist hafa ýtt hendi leikarans í burtu en hann varð reiður og reyndi aftur. 

Önnur kona lýsti því að þegar hún var sautján ára hafi Depardiue káfað á brjóstum hennar fyrir framan fullt af fólki á tökustað. 

Lögreglunni í París hefur ekki borist neinar kærur vegna þessara mála. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×