Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 15:53 Hér má sjá Cory Galloway þegar hann og Nickolas Wilt nálgast bankann. AP/Lögreglan í Louisville Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira