Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:48 Londor Breed, borgarstjóri San Francisco, (t.v.), William Scott, lögreglustjóri borgarinnar, og Brooke Jenkins, umdæmissaksóknari í borginni á blaðamannafundi um morðið á Bob Lee í dag. AP/Godofredo A. Vásquez Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira