Erlent Þrjár ungar stúlkur ákærðar fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Þrjár stúlkur, tólf, þrettán og fjórtán ára, hafa verið ákærðar fyrir að hafa tælt þrettán ára stelpu á ótilgreint heimili í Ástralíu, svipt hana frelsi sínu og beitt hana ofbeldi. Athæfið mun hafa verið tekið upp á myndband. Erlent 24.3.2023 23:10 Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. Erlent 24.3.2023 16:29 Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Erlent 24.3.2023 14:35 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. Erlent 24.3.2023 11:58 Hættir við konunglega heimsókn vegna óróans í Frakklandi Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest. Erlent 24.3.2023 11:37 Hyggst leita að tækni frá siðmenningu úr geimnum í Kyrrahafi Eðlisfræðingurinn Avi Loeb, prófessor við Harvard-háskóla, hyggur á leiðangur á Kyrrahafi til að finna mögulegar leifar hlutar frá siðmenningu úr geimnum. Hluturinn hrapaði til jarðar undan ströndum Manus-eyja árið 2014. Erlent 24.3.2023 11:35 Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Erlent 24.3.2023 10:07 Árásarmaðurinn tvítugur og skaut á fólk af handahófi Lögregla á Grænlandi segir að árásarmaðurinn, sem særði fimm manns á þyrluflugvellinu í Narsaq á miðvikudaginn, hafi fyrst skotið á byggingar í bænum áður en hann hélt að þyrluflugvellinum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Erlent 24.3.2023 08:15 Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. Erlent 24.3.2023 08:00 Foreldrar fá algjöran yfirráðarétt yfir samfélagsmiðlanotkun barna Ríkisstjóri Utah hefur undirritað lög sem skikka samfélagsmiðla til að fá samþykki foreldra áður en börn yngri en 18 ára geta notað smáforrit þeirra. Þá þurfa þau að fá staðfest að aðrir notendur séu að minnsta kosti 18 ára gamlir. Erlent 24.3.2023 06:59 Báru eld að ráðhúsinu í Bordeaux Mótmælendur í borginni Bordeaux í Frakklandi kveiktu í ráðhúsi borgarinnar í gærkvöldi en talið er að fleiri en ein milljón manna hafi mótmælt á götum úti í landinu í gær. Erlent 24.3.2023 06:34 Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Erlent 23.3.2023 21:44 Rússar geti farið heim með skriðdrekana sína óttist þeir um þá John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að ef Rússar óttist um skriðdreka sína í Úkraínu, sé einfalt fyrir þá að keyra skriðdrekana aftur til Rússlands. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Bretar séu að senda Úkraínumönnum skot úr rýrðu úrani. Erlent 23.3.2023 16:03 Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Erlent 23.3.2023 14:32 Þrívíddarprentuð eldflaug á loft í fyrsta sinn Starfsmönnum fyrirtækisins Relativity Space tókst loks í nótt að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni á loft. Tvær fyrri tilraunir höfðu misheppnast en bilun á efra stigi eldflaugarinnar leiddi til þess að hún komst ekki á braut um jörðu. Erlent 23.3.2023 14:12 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. Erlent 23.3.2023 13:53 Dæmd fyrir brot á lögum gegn þrælahaldi vegna nýrnaviðskipta Háttsettur stjórnmálamaður frá Nígeríu, eiginkona hans og læknir hafa verið fundinn sek um að hafa borgað manni fyrir að ferðast til Bretlands til að „gefa“ nýra. Dóttir hjónanna, sem átti að fá nýrað, var sýknuð. Erlent 23.3.2023 12:49 Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár. Erlent 23.3.2023 11:54 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. Erlent 23.3.2023 11:06 Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. Erlent 23.3.2023 10:14 Ákærður fyrir að halda úti vefsíðu og framkvæma og sýna geldingar Marius nokkur Gustavson, 45 ára, mætti fyrir dómstól í Lundúnum í gær en hann er grunaður um að hafa sýnt frá geldingum og öðrum aflimunum á vefsíðu sinni og innheimt gjald af áhorfendum. Erlent 23.3.2023 08:49 Fimm særðir eftir skotárás manns á Grænlandi Fimm eru særðir eftir að maður hóf skotárás við þyrluflugvöllinn í Narsaq á suðvesturströnd Grænlands í gær. Erlent 23.3.2023 07:51 „Myndi 100 prósent láta svæðin aftur í hendur Úkraínu“ Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, segir orð sín um stríðið í Úkraínu hafa verið misskilin og að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sannarlega stríðsglæpamaður. Erlent 23.3.2023 07:13 Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. Erlent 23.3.2023 00:15 Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. Erlent 22.3.2023 20:01 Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Erlent 22.3.2023 16:59 Ákærður fyrir morðið á Miu 37 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Maðurinn kveðst vera saklaus. Erlent 22.3.2023 14:25 Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. Erlent 22.3.2023 12:11 Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. Erlent 22.3.2023 10:48 Öfgafull fjölkærni sæfíla gæti orsakað ótímabær dauðsföll Rannsókn vísindamanna við Háskólann í Tasmaníu hefur leitt í ljós að pressan á bak við „öfgafulla fjölkærni“ sæfíla í suðvestur Kyrrahafi gæti orsakað því að lífslíkur karldýra hrynji stuttu eftir kynþroska. Erlent 22.3.2023 09:04 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
Þrjár ungar stúlkur ákærðar fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Þrjár stúlkur, tólf, þrettán og fjórtán ára, hafa verið ákærðar fyrir að hafa tælt þrettán ára stelpu á ótilgreint heimili í Ástralíu, svipt hana frelsi sínu og beitt hana ofbeldi. Athæfið mun hafa verið tekið upp á myndband. Erlent 24.3.2023 23:10
Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. Erlent 24.3.2023 16:29
Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Erlent 24.3.2023 14:35
Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. Erlent 24.3.2023 11:58
Hættir við konunglega heimsókn vegna óróans í Frakklandi Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest. Erlent 24.3.2023 11:37
Hyggst leita að tækni frá siðmenningu úr geimnum í Kyrrahafi Eðlisfræðingurinn Avi Loeb, prófessor við Harvard-háskóla, hyggur á leiðangur á Kyrrahafi til að finna mögulegar leifar hlutar frá siðmenningu úr geimnum. Hluturinn hrapaði til jarðar undan ströndum Manus-eyja árið 2014. Erlent 24.3.2023 11:35
Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Erlent 24.3.2023 10:07
Árásarmaðurinn tvítugur og skaut á fólk af handahófi Lögregla á Grænlandi segir að árásarmaðurinn, sem særði fimm manns á þyrluflugvellinu í Narsaq á miðvikudaginn, hafi fyrst skotið á byggingar í bænum áður en hann hélt að þyrluflugvellinum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Erlent 24.3.2023 08:15
Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. Erlent 24.3.2023 08:00
Foreldrar fá algjöran yfirráðarétt yfir samfélagsmiðlanotkun barna Ríkisstjóri Utah hefur undirritað lög sem skikka samfélagsmiðla til að fá samþykki foreldra áður en börn yngri en 18 ára geta notað smáforrit þeirra. Þá þurfa þau að fá staðfest að aðrir notendur séu að minnsta kosti 18 ára gamlir. Erlent 24.3.2023 06:59
Báru eld að ráðhúsinu í Bordeaux Mótmælendur í borginni Bordeaux í Frakklandi kveiktu í ráðhúsi borgarinnar í gærkvöldi en talið er að fleiri en ein milljón manna hafi mótmælt á götum úti í landinu í gær. Erlent 24.3.2023 06:34
Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Erlent 23.3.2023 21:44
Rússar geti farið heim með skriðdrekana sína óttist þeir um þá John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að ef Rússar óttist um skriðdreka sína í Úkraínu, sé einfalt fyrir þá að keyra skriðdrekana aftur til Rússlands. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Bretar séu að senda Úkraínumönnum skot úr rýrðu úrani. Erlent 23.3.2023 16:03
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Erlent 23.3.2023 14:32
Þrívíddarprentuð eldflaug á loft í fyrsta sinn Starfsmönnum fyrirtækisins Relativity Space tókst loks í nótt að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni á loft. Tvær fyrri tilraunir höfðu misheppnast en bilun á efra stigi eldflaugarinnar leiddi til þess að hún komst ekki á braut um jörðu. Erlent 23.3.2023 14:12
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. Erlent 23.3.2023 13:53
Dæmd fyrir brot á lögum gegn þrælahaldi vegna nýrnaviðskipta Háttsettur stjórnmálamaður frá Nígeríu, eiginkona hans og læknir hafa verið fundinn sek um að hafa borgað manni fyrir að ferðast til Bretlands til að „gefa“ nýra. Dóttir hjónanna, sem átti að fá nýrað, var sýknuð. Erlent 23.3.2023 12:49
Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár. Erlent 23.3.2023 11:54
Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. Erlent 23.3.2023 11:06
Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. Erlent 23.3.2023 10:14
Ákærður fyrir að halda úti vefsíðu og framkvæma og sýna geldingar Marius nokkur Gustavson, 45 ára, mætti fyrir dómstól í Lundúnum í gær en hann er grunaður um að hafa sýnt frá geldingum og öðrum aflimunum á vefsíðu sinni og innheimt gjald af áhorfendum. Erlent 23.3.2023 08:49
Fimm særðir eftir skotárás manns á Grænlandi Fimm eru særðir eftir að maður hóf skotárás við þyrluflugvöllinn í Narsaq á suðvesturströnd Grænlands í gær. Erlent 23.3.2023 07:51
„Myndi 100 prósent láta svæðin aftur í hendur Úkraínu“ Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, segir orð sín um stríðið í Úkraínu hafa verið misskilin og að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sannarlega stríðsglæpamaður. Erlent 23.3.2023 07:13
Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. Erlent 23.3.2023 00:15
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. Erlent 22.3.2023 20:01
Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Erlent 22.3.2023 16:59
Ákærður fyrir morðið á Miu 37 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Maðurinn kveðst vera saklaus. Erlent 22.3.2023 14:25
Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. Erlent 22.3.2023 12:11
Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. Erlent 22.3.2023 10:48
Öfgafull fjölkærni sæfíla gæti orsakað ótímabær dauðsföll Rannsókn vísindamanna við Háskólann í Tasmaníu hefur leitt í ljós að pressan á bak við „öfgafulla fjölkærni“ sæfíla í suðvestur Kyrrahafi gæti orsakað því að lífslíkur karldýra hrynji stuttu eftir kynþroska. Erlent 22.3.2023 09:04