Erlent

Hand­tóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu

Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns.

Erlent

Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu

Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik.

Erlent

Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana

Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“.

Erlent

Telja Trump hafa hindrað rann­sókn á leyni­skjölum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra.

Erlent

Kona hand­tekin vegna dráps á þekktum hernaðar­bloggara

Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk.

Erlent

Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti.

Erlent

Bjargaði snjóbrettamanni á kafi í snjó

Skíðamaðurinn Francis Zuber vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði snjóbrettamanni sem lent hafði öfugur á kafi í snjó. Hann rambaði fram á manninn fyrir hreina tilviljun og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann ekki gert það.

Erlent

Sanna viðurkennir ósigur

Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða.

Erlent

„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie

Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna.

Erlent

Páfinn segist vera enn á lífi

Frans páfi grínaðist er hann var fluttur af spítala í Rómarborg í gær eftir þriggja daga dvöl þar. Hann hafði verið lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar. 

Erlent

Trump ekki settur í hand­járn

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti verður ekki settur í handjárn þegar hann verður leiddur fyrir ákærudómstól í New York í vikunni. Viðbúnaður verður mikill og gert er ráð fyrir því að tugir leynilögreglumanna taki á móti Trump.

Erlent

Pistoriusi neitað um reynslulausn

Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína.

Erlent