Erlent

Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn hjá Thomas.
Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn hjá Thomas. Lögregla í Danmörku

Thomas Thom­sen, 38 ára gamall karl­maður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um til­raun til að nauðga henni og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta.

Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kvið­dómur út­skýringar mannsins vegna málsins ekki trúan­legar, að því er fram kemur í um­fjöllun danska ríkis­út­varpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífs­tíðar­fangelsis­dóm vegna málsins. Þungi refsingar verður til­kynntur í fyrramálið klukkan 09:00. 

Thomas hefur alla tíð haldið fram sak­leysi sínu en viður­kennt að brot um ó­sæmi­lega með­ferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafn­greindur af dönskum miðlum.

Var á djamminu

Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í mið­borg Ála­borgar á Jót­landi snemma þennan sunnu­dags­morgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggis­mynda­vélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronning­lund Stor­skov.

Tveir menn voru hand­teknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæslu­varð­haldi síðan þá og var á­kærður vegna málsins í mars síðast­liðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag.

Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana

Í um­fjöllun danska ríkis­út­varpsins um málið kemur fram að dómarar og kvið­dómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Ála­borg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunar­vegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða.

Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og tösku­band setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í ein­hverju á jörðinni. Hann hafi komið henni með­vitundar­lausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af á­verkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur.

Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær út­skýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana.

Hann hafi keyrt með hana á af­vikinn stað í skóg­lendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvö­hundruð búta. Lík hennar fannst í skóg­lendi þar sem Thomas hafði gert til­raun til að dreifa líkams­leifum hennar í skóg­lendi og jafn­framt reynt að leysa þær upp með leysi­efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×